Tilkynningar og fréttir

HESTTRYPPI Í ÓSKILUM

1-2 vetra brúnt hesttryppi er í óskilum að Þóreyjarnúpi. Nánari upplýsingar veitir Ingvar Jóhannsson s: 848-0003
readMoreNews

Straumleysi í Miðfirði. Tilkynning frá Rarik

Íbúar í Miðfirði athugið. Straumlaust verður í Miðfirði Húnaþingi vestra fimmtudaginn 29.október n.k. frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna vinnu við háspennukerfið.  Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690  
readMoreNews

Fræðsla um jafnréttismál

 Kæru foreldrar/forráðamenn leik- og grunnskólabarna. Miðvikudaginn 28.október 2015 kl. 17:00 – 18:20 verður fræðsla um jafnréttismál í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga
readMoreNews

Gjöf til Íþróttamiðstöðvar

Kærar þakkir eru færðar Gærunum, sem nú hafa fært Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra hjartastuðtæki að gjöf. Mottó Gæranna er m.a. „Eins rusl er annars gull“ og má segja að það rætist með gjöfunum sem þær gefa aftur út í samfélagið, þegar ruslið okkar er orðið að gulli annarra.
readMoreNews

Frumtillögur af umhverfisskipulagi á skólareit

Vinnuhópur skipaður af sveitarstjórn Húnaþings vestra unnu að tillögu um skipulag við skólamiðstöð Húnaþings vestra. Svæðið afmarkast milli íþróttamiðstöðvarinnar  og leikskólans Ásgarðs. Nú liggur fyrir frumtillaga að umferðarflæði og staðsetningum svæða. 
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Vegna vinnu í dælustöð verður lokað fyrir heitt vatn á Laugarbakka og stofnlögn að Hvammstanga í DAG fimmtudaginn 15. október frá kl. 16.00. Áætlað er að vinna standi yfir til kl. 19.00. Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa.
readMoreNews

Frá Íþróttamiðstöð- tilkynning

Vegna lokunar Hitaveitu fyrir heitt vatn í dag 15.10.2015 frá klukkan 16.00, mun verða röskun á starfsemi Íþróttamiðstöðvar. Opið verður í sundlaug en vatn í sturtum mun kólna eftir því sem líður á daginn.
readMoreNews

Rjúpnaveiði 2015

Fyrirkomulag rjúpnaveiða á afréttarlöndum Húnaþings vestra verður með eftirfarandi hætti haustið 2015: Veiðimönnum með gilt veiðikort útgefið af Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til rjúpnaveiða á afréttarlöndum sveitarfélagsins. Um verður að ræða tvennskonar leyfi sem gefin verða út á jafnmörg svæði. Svæðin eru:   1. Víðidalstunguheiði ásamt Króki, Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi  og                                                             Öxnatungu.                         2. Arnarvatnsheiði og Tvídægra.
readMoreNews

Laust starf stuðningsfulltrúa í Grunnskóla Húnaþings vestra

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laust tímabundið starf stuðningsfulltrúa á yngsta stigi sem einnig starfar í frístund. Um er að ræða fullt starf frá seinni hluta nóvember 2015 til 15. ágúst 2016 (hægt er að semja um skemmri tíma). Vinnutími er frá kl. 8:00 til 16:00
readMoreNews

Norðurslóðaáætlunin (NPA) Styrkumsóknir

Norðurslóðaáætlunin (NPA) styrkir samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðildarlanda, löndin innan NPA eru Ísland, Grænland, Færeyjar, Noregur Svíþjóð, Finnland, Írland, Norður-Írland og Skotland. NPA  óskar núna aðeins eftir styrkumsóknum sem falla undir áherslur 3 og 4: 3.  Verkefni sem hlúa að og efla orkuöryggi samfélaga á norðurslóðum,  hvetja til orkusparnaðar eða notkun endurnýjanlegra orkugjafa. 4.  Verkefni sem vernda, þróa og koma á framfæri menningarlegri og náttúrlegri arfleið. Nánari upplýsingar um áherslur á þriðja umsóknarfresti er að finna hér http://www.interreg-npa.eu/fileadmin/Calls/Third_Call/Third_Call_Announcement.pdf
readMoreNews