Dagbók sveitarstjóra fyrir síðustu viku er komin á vefinn. Kennir ýmissa grasa sem fyrr. Fjárhagsáætlun og forsetaheimsókn líklega það sem hæst ber.
Dagbókin er aðgengileg hér.
Eflum eldvarnir á heimilum - það er svo mikið í húfi
Nú í seinni tíð þurfa slökkvilið æ oftar að kljást við eld sem á orsök sín í hinum ýmsu raf- og snjalltækjum á heimilum landsmanna. Þessi tæki eru að sjálfsögðu komin til að vera en tilkoma þeirra og mikil notkun kallar á meiri árvekni vegna eldhættunnar sem af þeim stafar. Það er auðvitað fyrst og …
360. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember kl. 15 í fundarsal Ráðhússins.
Dagskrá:
Gjaldskrár 2023.
Fjárhagsáætlun ársins 2023, ásamt 3ja ára áætlun fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki. Seinni umræða.
Lántaka.
Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Að baki minningardeginum standa auk Samgöngustofu, innviðaráðuneytið, Sjálfsbjörg, Landsbjörg, lögreglan og Vegagerðin.
Á vef Samgöngustofu kemur fram að dagurinn er til að minnast …
Í þættinum Sögum af landi var nýverið fjallað um Borðeyri á skemmtilegan og upplýsandi hátt. Í kynningu á þættinum á vefsíðu RÚV segir eftirfarandi: Borðeyri er eitt fámennasta þorp landsins en þar búa um 10 íbúar. Í þættinum er flakkað um þetta litla þorp sem er eins og gluggi inn í liðna tíð. Við …
Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon formaður byggðarráðs og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri fóru til fundar við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis á dögunum. Nefndin boðaði fulltrúa sveitarfélagsins til fundar til að fylgja eftir umsögn þess um frumvarp til breytingar á s…