Með sunnudagskaffinu. Fyrirlestur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna
Núna er komið að öðrum fyrirlestri í fyrirlestraröð byggðasafnsins þetta árið. Að þessu sinni mun Sigrún Antonsdóttir koma til okkar og fjalla um Spánverjavígin 1615 á Vestfjörðum. Spánverjar stunduðu um tíma hvalveiðar hér við land við litlar vinsældir Danakonungs. Þann 21. september 1615 fórust Basknesk hvalveiðiskip í ofsaveðri í Reykjafirði á Ströndum. Stuttu síðar voru skipsbrotsmenn myrtir af bændum héraðsins eftir skipun Ara Magnússonar í Ögri.
01.04.2016
Frétt