1. desember - dagur reykskynjarans
Í dag er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og er hann notaður til að hvetja fólk til að huga að eldvörnum heima hjá sér. Ganga þarf úr skugga um að reykskynjarar heimilisins séu í lagi og skipta um rafhlöður í þeim. Samkvæmt byggingarreglugerð eiga reykskynjarar að vera á hverju heimili.
01.12.2017
Frétt