Vígsluleikur "nýja" fótboltavallarins í Kirkjuhvammi
Laugardaginn 18. Ágúst klukkan 11:30 verður í fyrsta skipti leikið á „nýja" fótboltavellinum í Kirkjuhvammi. Þá leika Kormákur/Hvöt á móti liði Hattar á Egilsstöðum í 4. flokki karla. Leikurinn er liður í Íslandsmóti 4. Flokks karla.
Dreifnám á Hvammstanga hefst miðvikudaginn 22. ágúst. Sextán nemendur hefja nám að þessu sinni. Kennt verður um fjarfundabúnað í kennsluaðstöðu á neðri hæð samkomuhússins á Hvammstanga. Nemendur munu sækja námslotur til Sauðárkróks sem verða tímasettar í tengslum við viðburði á vegum nemendafélagsins.
Til leigu er íbúðarhúsið Brekkubær á Borðeyri, 115,6 m2 einbýlishús. Skriflegar umsóknir þurfa að berast skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga í síðasta lagi 29. ágúst n.k. Ath. greiða þarf kr. 100.000 tryggingagjald við afhendingu íbúðar.
Umsóknum um styrki vegna aksturs barna til vistunar í leikskóla tímabilið janúar til júlí árið 2012, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga sem allra fyrst.