Húnaþing vestra óskar eftir að ráða verkamann í fullt starf í þjónustumiðstöð (áhaldahús) sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf hið fyrsta. Laun eru greidd skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands.
Breyttar áherslur í innheimtumálum hjá Húnaþingi vestra
Húnaþing vestra hefur ákveðið að taka upp samstarf við Motus um innheimtu gjalda sveitarfélagsins sem ekki greiðast á réttum tíma. Markmiðið með samstarfinu er að tryggja jafnræði meðal íbúa, halda kostnaði vegna innheimtu vanskilakrafna í lágmarki og tryggja hagkvæmni í rekstri. Framvegis mun því bætast á vanskilakröfur ítrekunargjald í samræmi við upphæð skuldarinnar til að mæta þeim kostnaði.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra þann 13. desember 2012 tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir veitingasölu og þjónustustöð í landi Melstaðar í Miðfirði. Tillagan var auglýst þann 30. júlí sl. með athugasemdafrest til 19. september sl.
Heimilissorp verður hirt á Hvammstanga og Laugarbakka í dag 17. desember, næstu sorphreinsunardagar verða 27. desember og 7. janúar.
Í dreifbýli verður heimilissorp hirt 20. - 21. desember, næstu sorphreinsunardagar verða 2. - 3. janúar og 14. - 15. janúar.