Mánudaginn 15. apríl verður leiksýning í félagsheimilinu Ásbyrgi fyrir 5. – 10. bekk kl. 13:00. Sýningin er klukkustund og fjallar um Gísla Súrsson. Foreldrar og aðrir eru velkomnir á sýninguna og aðgangseyrir er enginn.
Fyrirlestur fyrir alla íbúa Húnaþings vestra í Félagsheimilinu á Hvammstanga
Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur mun vera með fyrirlestur um sjálfstraust og uppeldi í kvöld miðvikudag kl. 20:00
Í fyrirlestrinum verður m.a. farið yfir mikilvægustu þarfir barna, hvaða uppeldisstílar hafa tíðkast og hverjir eru vænlegastir til árangurs.
Til leigu eru íbúðir á Laugarbakka og Hvammstanga
Íbúð í skólanum á Laugarbakka, um 100 fermetrar.
Íbúð í parhúsi á Laugarbakka, um 90 fermetrar.
Íbúð í parhúsi á Kirkjuvegi, um 100 fermetrar.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2013 og umsóknum skal skila skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra eða á netfangið siggi@hunathing.is.
Opinn fundur um aukna umferð ferðamanna á Vatnsnesi
Opinn fundur um aukna umferð ferðamanna á Vatnsnesi
Haldinn í Hamarsbúð laugardaginn 23. mars. Kl. 13:00
Umferð ferðamanna um Vatnsnes hefur aukist mjög mikið á liðnum árum og allar spár benda til að sú þróun haldi áfram. Ýmislegt jákvætt fylgir þessari auknu umferð og margir hafa tekjur af því að selja ferðamönnum vörur og þjónustu.