Tilkynningar og fréttir

Húsaleigubætur 2013

Minnum á að skila þarf nýrri umsókn vegna húsaleigubóta fyrir 16.01.2013. Þetta gildir fyrir ALLA sem haft hafa húsaleigubætur hjá sveitarfélaginu.
readMoreNews

Auglýsing um afgreiðslu deiliskipulagstillögu

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra þann 13. desember 2012 tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir veitingasölu og þjónustustöð í landi Melstaðar í Miðfirði. Tillagan var auglýst þann 30. júlí sl. með athugasemdafrest til 19. september sl.
readMoreNews

Frá umhverfisstjóra

Heimilissorp verður hirt á Hvammstanga og Laugarbakka í dag 17. desember, næstu sorphreinsunardagar verða 27. desember og 7. janúar. Í dreifbýli verður heimilissorp hirt 20. - 21. desember, næstu sorphreinsunardagar verða 2. - 3. janúar og 14. - 15. janúar.
readMoreNews

Frá sveitarstjórn Húnaþings vestra

Samþykkt hefur verið að senda ekki út jólakort á árinu 2012. Þess í stað verður fjárhæðinni ráðstafað til Jólasjóðs RKÍ Hvammstangadeildar.
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

209. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 13. desember 2012 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.
readMoreNews

HUNDAHREINSUN 13. des. kl. 16:00-18:00

Alla hunda á Hvammstanga og Laugarbakka ber að koma með til hundahreinsunar í Áhaldahús Húnaþings vestra Búlandi 3, fimmtudaginn 13. desember kl. 16.00-18.00. Við hreinsun berr að framvísa kvittun fyrir gildri ábyrgðartryggingu hundanna.
readMoreNews

Jólatónleikar Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Jólatónleikar Tónlistarskóla Húnaþings vestra verða eftirfarandi.
readMoreNews

Frá Ráðhúsi Húnaþings vestra

Ráðhús Húnaþings vestra verður lokað í dag frá kl. 15:00 vegna 40 ára afmælis Hitaveitu Húnaþings vestra.
readMoreNews

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2012 breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 í landi Melstaðar í Miðfirði. Tillaga að breytingu skipulagsins var auglýst.
readMoreNews

Íbúðarhús til sölu

Húnaþing vestra óskar eftir tilboðum í íbúðarhúsið Brekkubæ á Borðeyri í Húnaþingi vestra. Um er að ræða einbýlishús byggt árið 1976 úr timbri. Íbúðarhúsið er á einni hæð alls 115,6 fermetrar.
readMoreNews