Vegna viðgerða verður lokað fyrir heita vatnið í Búlandi og Eyrarlandi á Hvammstanga í dag 7.október fram að hádegi . Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Hér má finna lista yfir helstu einkenni Covid og þau borin saman við kvef- og flensueinkenni.
Förum varlega og hugum sóttvörnum.
Við erum öll almannavarnir.
Í kjölfar þess að ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19 taka við breyttir tímar í íþróttamiðstöðinni.
Sigþrúður Jóna Harðardóttir hefur verið ráðin ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks. Verður hún með viðveru í ráðhúsinu á Hvammstanga á fimmtudögum. Hægt er að bóka tíma hjá henni í gegnum tölvupóst sigthrudurh@skagafjordur.is eða með því að hringja í 455 6082.
Ríkislögreglustjóri lýsir yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19. Neyðarstig tók gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. október og gildir til og með 19. október, samhliða hertum samkomutakmörkunum.
Stjórn fjallskiladeildar vill í aðdraganda stóðsmölunar og rétta leggja sitt af mörkum til að draga úr líkum á hópsmiti með því að minna á fyrri tilkynningu frá sveitarfélaginu um að bændur sem eiga hross á afrétt sjá um smölun og réttarstörf þetta árið.
Mælst er til þess að gestir komi ekki á föstudeginum til að ríða niður með stóðið. Í réttina á laugardeginum mæta einungis til starfa þeir sem hafa fengið til þess leyfi fjallskiladeildar. Hliðvarsla verður við réttina.
Sjáumst að ári!
Rafmagnslaust verður á Vatnsnesi milli Hvammstanga og Sauðár 29.09.2020 frá kl 13:00 til kl 16:00
Rafmagnslaust verður á Vatnsnesi milli Hvammstanga og Sauðár 29.09.2020 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna tengingu á háspennustreng.Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má…