Frá Samráðshópi um áfallahjálp í Húnavatnssýslum
Samráðshópur um áfallahjálp í Húnavatnssýslum hefur verið virkjaður vegna smits af kórónuveirunni covid-19 í vesturhluta héraðsins, þ.e. í Húnaþingi vestra. Í hópnum sitja fulltrúar RKÍ, þjóðkirkju, félagsþjónustu, heilsugæslu og lögreglu. Samráðshópurinn vill færa fram kærar þakkir til heilbrigðisstarfsfólks og allra viðbragðsaðila fyrir mikla og óeigingjarna vinnu en ljóst er að mikið og öflugt starf hefur verið unnið á stuttum tíma við sérstakar og oft á tíðum afar erfiðar aðstæður. Einnig vill hópurinn þakka íbúum fyrir stuðning og hjálpsemi við náungann, sem einkennist af samstöðu og samkennd, þolinmæði og þrautseigju, æðruleysi og einingu.