Störf við Grunnskóla Húnaþings vestra haustið 2014
Grunnskóli Húnaþings vestra er heildstæður, með um 160 nemendur á tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Húnaþings vestra er starfað eftir starfsaðferðum Byrjendalæsis og áhersla lögð á teymisvinnu og samstarf í öllu skólastarfinu. Á næsta skólaári stefnir skólinn á að hefja þriggja ára þróunarverkefni með áherslu á læsi og starfsaðferðir Orðs af orði. Skólinn hefur í áraraðir haft á að skipa góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Skólinn einkennist af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda.
07.04.2014
Frétt