Tilkynningar og fréttir

Störf við Grunnskóla Húnaþings vestra haustið 2014

Störf við Grunnskóla Húnaþings vestra haustið 2014

Grunnskóli Húnaþings vestra er heildstæður, með um 160 nemendur á tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Húnaþings vestra er starfað eftir starfsaðferðum Byrjendalæsis og áhersla lögð á teymisvinnu og samstarf í öllu skólastarfinu. Á næsta skólaári stefnir skólinn á að hefja þriggja ára þróunarverkefni með áherslu á læsi og starfsaðferðir Orðs af orði. Skólinn hefur í áraraðir haft á að skipa góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Skólinn einkennist af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda.
readMoreNews
Nótan 2014, uppskeruhátíð tónlistarskóla

Nótan 2014

Svæðistónleikar Vesturlands og Vestfjarða voru haldnir þann 8.mars s.l. í Hjálmakletti Borgarnesi.Kl 13:30. Á tónleikunum komu fram nemendur í grunn-,mið-og framhaldsnámi. Atriði frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra voru eftirfarandi:
readMoreNews
Nótan 2014, uppskeruhátíð tónlistarskóla

Nótan 2014

Uppskeruhátíð tónlistarskóla. Svæðistónleikar 2014 Vesturland og Vestfirðir 8.mars í Hjálmakletti Borgarnesi.Kl 13:30. Tónleikar nemenda í grunn-,mið-og framhaldsnámi.   Atriði frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra voru eftirfarandi:  
readMoreNews
Fulltrúar Borgarbyggðar og Húnaþings vestra

Fundur með fulltrúum Borgarbyggðar

Fulltrúar Borgarbyggðar og Húnaþings vestra ræða sameiginleg hagsmunamál v/ Arnarvatnsheiðar og Tvídægru. Fundur starfshóps sveitarstjórna Borgarbyggðar og Húnaþings vestra um málefni Arnarvatnsheiðar- og Tvídægru var haldinn í Ráðhúsinu á Hvammstanga þann 2. apríl sl. Á fundinum var m.a. fjallað um eftirtalin málefni:
readMoreNews
Daníel Geir Sigurðsson

Frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra.

Daníel Geir Sigurðsson tónlistarkennari við Tónlistarskóla Húnaþings vestra útskrifaðist frá FÍH á rafbassa þann 8. mars sl. Við útskriftina lék með honum hljómsveit valinkunnra tónlistarmanna.  
readMoreNews
Frá íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Frá Íþróttamiðstöð

Þann 10. apríl n.k. verður Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra lokuð frá kl. 14:00-19:00, vegna íþróttadags grunnskólanna í Húnavatnssýslum. Íþróttaæfingar  falla einnig niður á þessum tíma. Íþrótta-og tómstundafulltrúi Húnaþings vestra
readMoreNews
Laugarbakkaskóli

LAUGARBAKKASKÓLI

Til sölu ef viðunandi tilboð fæst í allar fasteignir Laugarbakkaskóla í Miðfirði Húnaþingi vestra. Nánar tiltekið er um að ræða skólahús með kennslustofum, heimavist, mötuneyti, íþróttahúsi og íbúðum auk þess einbýlishús og parhús á leigulóð sveitarfélagsins. Heildarflatarmál fasteignanna er tæpir 4000 fermetrar.
readMoreNews