Auglýsing - Verndarsvæði í byggð, Borðeyri
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 8. mars 2018 að leggja tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan Borðeyrar í Hrútafirði, sbr. 4.gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Með þessu vill Húnaþing vestra staðfesta menningarsögulegt gildi verslunarstaðarins á Borðeyri. Svæðið sem um ræðir er 14.771 m2 á stærð eða tæplega 1,5 hektarar og stendur á landspildu sem kallast Borðeyrartangi.