Tilkynningar og fréttir

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti þann 8. febrúar 2018 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið Hvammstanga samkv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var áður auglýst frá 2.5.2017 - 14.7.2017, en vegna athugasemda sem komu fram var ákveðið að endurauglýsa breytta og endurbætta tillögu að undangegnum íbúafundi. Íbúafundur um tillöguna var haldinn þann 15. janúar 2018. Breytingar frá fyrri tillögu felast helst í því að lóðir við Tanga voru felldar út, rökstuðningur fyrir vali á íbúðarlóð bætt inn, breytingar á lóðarmörkum og ný rútustæði ásamt endurbættri fornleifaskráningu. Deiliskipulagssvæðið liggur vestan Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabrautar og er samtals um 11 ha að stærð.
readMoreNews

Deiliskipulag við Borgarvirki

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti þann 8. febrúar 2018 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi Borgarvirkis í Húnaþingi vestra samkv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Tillagan var áður auglýst frá 13.12.2016 - 25.1.2017, við þá tillögu bárust athugasemdir sem brugðist var við og er núverandi tillaga í samræmi við það. Tillagan var samþykkt á 281. fundi Skipulags-og umhverfisráðs þann 6.4.2017 og staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar þann 11.4.2017. Vegna tæknilegra mistaka við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda um gildistöku skipulagsins þá er tillagan nú endurauglýst eins og hún var samþykkt í apríl sl. Tillögurnar verða til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra frá 13. febrúar - 27. mars 2018 og á heimasíðunni: hunathing.is. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 27. mars nk. Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
readMoreNews
Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur

294. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar 2018 kl. 15:00 á Hótel Hvítserk, Þorfinnsstöðum.
readMoreNews
Breyting á aðalskipulagi - tillaga til kynningar

Breyting á aðalskipulagi - tillaga til kynningar

Kynnt er breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 samkv. 2 mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi vegna breyttar legu Vatnsnesvegar á 700 metra kafla og nýju brúarstæði yfir Tjarnará ásamt 4 nýjum efnistökusvæðum.
readMoreNews

Varðandi frístundakort 2018

Varðandi frístundakort 2018 viljum við benda þeim foreldrum/forráðamönnum sem vilja nýta kortið sem innborgun á tónlistarskólagjöld á að senda tölvupóst þess efnis á netfangið skrifstofa@hunathing.is
readMoreNews
Mynd: frá Höskuldi Birki Erlingssyni birt með hans leyfi.

„Elst­ur allra arna sem hafa fund­ist á Íslandi“

Lög­regl­an á Norður­landi vestra fékk á laugardag til­kynn­ingu þess efn­is að haförn hefði verið hand­samaður við Miðfjarðará en örn­inn var eitt­hvað laskaður. Til­kynn­and­inn Þór­ar­inn Rafns­son hafði veitt fugl­in­um at­hygli hvar hann átti erfitt með flug, hafði sig á loft en flaug stutt í senn.
readMoreNews
Flokkun til fyrirmyndar í Húnaþingi vestra

Flokkun til fyrirmyndar í Húnaþingi vestra

Á fundum með sorphirðuverktaka hefur ítrekað komið fram hversu vel er flokkað í Húnaþingi vestra og það mikla magn sem er að skila sér.
readMoreNews
Vel sóttur íbúafundur

Vel sóttur íbúafundur

Fjölmennur íbúafundur um deiliskipulagstillögu hafnarsvæðisins var haldinn í gær en um 120 manns sóttu fundinn. Fundurinn var góður og fór vel fram.
readMoreNews
Til notenda hitaveitunnar

Til notenda hitaveitunnar

Að gefnu tilefni er íbúum bent á að eftir að skipt var um hitaveitumæla er lesið af í hvert sinn (ekki áætlað) sem reikningar eru sendir út. Því er eðlilegt að hitaveitureikningar fyrir köldustu mánuði ársins séu töluvert hærri en fyrir sumarmánuði.
readMoreNews

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018

Umsóknarfrestur til 22. janúar nk.
readMoreNews