Tilkynningar og fréttir

Glæsilegur árangur hjá nemendum Grunnskóla Húnaþings vestra í Skólahreysti!

Glæsilegur árangur hjá nemendum Grunnskóla Húnaþings vestra í Skólahreysti!

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra sigraði Vesturlandsriðilinn í skólahreysti sl miðvikudag
readMoreNews
Forkeppni stærðfræðikeppni 9. bekkja

Forkeppni stærðfræðikeppni 9. bekkja

4 nemendur í Grunnskóla Húnaþings vestra komust áfram í forkeppni stærðfræðikeppni 9. bekkja skólanna á Norðurlandi vestra.
readMoreNews

Greining á þörf á þriggja fasa rafmagni

Starfshópur á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins hefur óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvar þörf sé brýnust á tengingu við þriggja fasa rafmagn. Skv. upplýsingum frá Rarik eru 84 staðir í Húnaþingi vestra sem ekki hafa aðgang að þriggja fasa rafmagni.Hér með er óskað eftir á…
readMoreNews
Staða á undirbúningi stækkunar skóla

Staða á undirbúningi stækkunar skóla

Byggingarnefnd um viðbyggingu við grunnskólann hefur haldið fjóra fundi og tilbúin er forskrift að samanburðartillögukeppni.  Þremur arkatektarstofum var boðin þátttaka með þeim skilyrðum að skila inn tillögum fyrir 15. maí nk. og kynningu í framhaldinu.
readMoreNews
Góður gangur í viðbyggingu við íþróttahús

Góður gangur í viðbyggingu við íþróttahús

Vel gengur í framkvæmdum við íþróttamiðstöð en verið verið er að stækka íþróttahúsið um 300 m2.  Búið er að steypa fyrstu hæðina og setja gólfið í aðra hæð og fyrri steypa á annarri hæðinni verður á mánudag.  Stefnt er að því að klára þakið í maí.  Í júní verður sett upp loftræsting og byrjað á inna…
readMoreNews
Álagning fasteignagjalda 2018

Álagning fasteignagjalda 2018

Álagningu fasteignagjalda í Húnaþingi vestra árið 2018 er nú lokið. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ár og eldri og til fyrirtækja.
readMoreNews
Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026

Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026

Holtavörðuheiði – vegna fjarskiptamasturs og tækjahús Neyðarlínunnar. Sveitarstjórn samþykkti 8. mars 2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 samk. 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér breytingu á texta í kafla 3.4.9. um fjarskipti þar sem bætist við upptalningu fjarskiptasenda Neyðarlínunnar ný stöð á Bláhæð. Ennfremur er sett nýtt tákn á uppdrátt. Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 12. mars 2018 í mkv. 1:100.000. Breytingin verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra Húnaþings vestra. Sveitarstjóri Húnaþings vestra
readMoreNews
Nýr sviðsstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs

Nýr sviðsstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs

Lúðvík Friðrik Ægisson vélstjóri og með BSc í véla- og orkutæknifræði hefur verið ráðinn sem nýr sviðsstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs Húnaþings vestra.  Lúðvík starfaði áður sem tækni- og vélfræðingur hjá Hamar vélsmiðju.  Starf sviðsstjóra felst í að fara fyrir framkvæmda-, umhverfis- …
readMoreNews
Gott samstarf milli Kormáks og Hvatar í 5. flokki kvenna

Gott samstarf milli Kormáks og Hvatar í 5. flokki kvenna

Um sl. helgi fóru stúlkur úr 5. flokki kvenna á Goðamót í fótbolta á Akureyri. Kormáksstelpur skiptust á að spila einnig með Hvöt frá Blönduósi þar sem vantaði aðeins uppá leikmannahópinn þeirra.
readMoreNews
Íbúafundur - Verndarsvæði í byggð, Borðeyri

Íbúafundur - Verndarsvæði í byggð, Borðeyri

Húnaþing vestra hefur nú í undirbúningi umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að elsti hluti Borðeyrar verði skilgreindur sem Verndarsvæði í byggð. Vegna þessa verður boðið til íbúafundar í Tangahúsi á Borðeyri miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl. 18:00. Þar verður tillaga um verndarsvæði kynnt fyrir íbúum og gefst þeim kostur á að bera upp spurningar og koma með athugasemdir. Verndarsvæði í byggð er byggð innan afmarkaðs svæðis sem nýtur samkvæmt ákvörðun ráðherra sérstakrar verndar vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Lög þess efnis tóku gildi árið 2015. Markmið þeirra eru að vernda menningarsöguleg og listræn verðmæti, bæta umhverfið og auka aðdráttarafl hverfa og bæjarhluta. Á fundinum mun Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur kynna greinargerð um sögu Borðeyrar sem hann útbjó vegna þessa verkefnis ásamt því að gera grein fyrir tillögunni um verndarsvæði í byggð. Boðið verður upp á súpu fyrir fundargesti. Allir velkomnir.
readMoreNews