Tilkynningar og fréttir

Hreinsun rotþróa 2020

Hreinsun rotþróa 2020

Árleg hreinsun rotþróa fer fram frá 13. júlí og stendur út mánuðinn. Svæði I Vatnsnes og Vesturhóp.
readMoreNews

Kjörskrá vegna forsetakosninga

Kjörskrá Húnaþings vestra vegna forsetakosninga sem fram fara laugardaginn 27. júní 2020 liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga á afgreiðslutíma frá 16. júní til kjördags.
readMoreNews
Húnasjóður

Húnasjóður

Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra.
readMoreNews

Styrkur til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.

Forráðamönnum félaga-og félagasamtaka í Húnaþingi vestra er bent á að samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Húnaþings vestra frá 04.06.2020 þurfa þau félög og félagasamtök sem óska eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts að sækja um á þar til gerðum eyðublöðum.
readMoreNews

Auglýsing um kjörfund vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 27. júní 2020

Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Félagsheimilinu Hvammstanga. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Gengið er inn um aðaldyr.
readMoreNews
Kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna tengivirkis í Hrútatungu

Kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna tengivirkis í Hrútatungu

Í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010  geta hagsmunaðailar og aðrir kynnt sér skipulagsgögnin á skrifstofu Byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga þann 12. júní n.k. milli kl. 13:00 & 15:00.  
readMoreNews
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og er staðgengill hans. Um er að ræða 100% starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
readMoreNews
Garðavegur og nágrenni endurnýjun hitaveitu á Hvammstanga

Garðavegur og nágrenni endurnýjun hitaveitu á Hvammstanga

Framkvæmdir verða í sumar við endurnýjun hitaveitu í Garðaveg 7-17 og 19, Ásbraut 2-6, Brekkugötu 9-16, Lækargata 10 og 13 og Mánagötu 4-8.
readMoreNews
Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur

329. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra, verður haldinn fimmtudaginn 4. júní 2020 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.
readMoreNews
Skólahreysti bein útsending frá úrslitum kl. 19:40

Skólahreysti bein útsending frá úrslitum kl. 19:40

Krakkarnir í Grunnskóla Húnaþings vestra gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í sínum riðli í undanúrslitum Skólahreysti sl. fimmtudag og tryggðu sér um leið sæti í úrslitum landskeppninar sem er glæsilegur árangur. Í kvöld kl. 19:40 verður bein útsending á RÚV frá úrslitum Skólahreysti í Laugardagshöll þar sem þau verða meðal keppenda.
readMoreNews