Tilkynningar og fréttir

Vinnuskóli Húnaþings vestra 2014

Vinnuskóli Húnaþings vestra 2014

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-16 ára ungmenni. Vinnuskólinn hefst miðvikudaginn 4. Júní. Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags og frá klukkan 8:30-12:00 á föstudögum. Verkbækistöð er að Norðurbraut 14, Hvammstanga. Starfsstöð verður einnig á Borðeyri, með sama sniði og síðustu ár.  
readMoreNews

Skemmtileg umfjöllun frá Húnaþingi vestra á N4

  Hér má sjá skemmtilega umfjöllun frá N4 um leik og störf í Húnaþingi vestra  
readMoreNews

Tilkynning frá Norðurlandsskógum

Opið er fyrir umsóknir í Norðurlandsskógaverkefnið.  Þeir landeigendur sem óska eftir að land þeirra verði metið til skógræktar í sumar skulu sækja um fyrir 1. júní.  Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu verkefnisins www.nls.is  
readMoreNews
Vinnuskóli Húnaþings vestra 2014

Vinnuskóli Húnaþings vestra 2014

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-16 ára ungmenni. Vinnuskólinn hefst miðvikudaginn 4. Júní. Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags og frá klukkan 8:30-12:00 á föstudögum. Verkbækistöð er að Norðurbraut 14, Hvammstanga. Starfsstöð verður einnig á Borðeyri, með sama sniði og síðustu ár. Sláttuhópur verður einnig starfsræktur fyrir 17. ára og eldri Daglegur vinnutími sláttuhóps er virka daga frá kl. 08:15-16:15. Krafist er stundvísi, ástundunar og reglusemi. Umsóknum skal skila í Ráðhúsið eða á netfangið umhverfisstjori@hunathing.is fyrir 10. maí n.k.  
readMoreNews

Til gamans...

1.maí               Verkalýðsdagurinn Maímánuður hefst á þeim merka degi verkalýðsdeginum en frá árinu 1889 hefur 1. maí verið alþjóðlegur dagur verkalýðshreyfingarinnar. Þennan dag heldur verkalýðshreyfing upp á daginn með kröfugöngum og fundum. Fyrsta kröfugangan á Íslandi var farin í Reykjavík árið 1923. Einkennislag dagsins er Internationalinn sem stundum er kallaður Nallinn. Þetta er alþjóðlegur baráttusöngur verkalýðsins og sunginn og leikinn um allan heim þennan dag.  
readMoreNews

Ársreikningur Húnaþings vestra 2013.

Ársreikningur Húnaþings vestra 2013 er nú aðgengilegur hér á heimasíðu sveitarfélagsins.
readMoreNews

Tilkynning frá íþróttamiðstöðinni Hvammstanga.

Fimmtudaginn 1. maí næstkomandi verður íþróttamiðstöð/sundlaug opin frá kl. 10:00-14:00
readMoreNews

Kynningarátak fyrir Húnaþing vestra

 Nýverið var undirritaður samningur milli Húnaþings vestra og sjónvarpsstöðvarinnar N4 um gerð kynningarefnis fyrir Húnaþing vestra. Í samningnum er m.a. tiltekið að unnið verði að eftirtöldum verkefnum í Húnaþingi vestra frá apríl 2014 - apríl 2015. a)       Framleiðsla og sýningar á 4 þáttum af „Óvissuferð í Húnaþingi“. b)       Framleiðsla og sýningar á heimildarþætti um Húnaþing vestra. c)       Framleiðsla og sýningar á 75 innslögum frá Húnaþingi vestra í þættinum „Að norðan“.
readMoreNews

Tillaga að Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026

Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti 9. apríl s.l. að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026  skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingin tekur einnig til 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Við gildistöku nýja aðalskipulagsins fellur úr gildi Aðalskipulag Húnaþings vestra  2000-2014 og Aðalskipulag Bæjarhrepps 1995-2015.
readMoreNews

Tilkynning frá sveitarstjórn Húnaþings vestra

Áfram hagnaður í Húnaþingi vestra Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og fyrirtækja fyrir árið 2013 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl 2014.
readMoreNews