Tilkynningar og fréttir

Af gefnu tilefni

Borið hefur á því að hundaeigendur hirði ekki upp eftir hunda sína þegar þeir gera stykki sín á útivistarsvæðinu í Kirkjuhvammi og gönguleiðum sem þar eru. Hundaskítur getur borið smit á milli hunda og er afar óþrifalegur og hvimleiður fyrir íbúa og gesti sveitarfélagsins. Því hvetjum við hundaeigendur til hirða upp eftir hunda sína á útvistarsvæðinu Kirkjuhvammi og hvar sem er á opnum svæðum sveitarfélagsins.   Framkvæmda- og umhverfissvið
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

229. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 16. janúar 2014 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins
readMoreNews

Þú getur líka!

Forvarnna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR starfar að eflingu geðheilbrigðis með þrjú markmið í huga :   Að styrkja þá sem hafa átt við geðræn veikindi að stríða til náms með námsstyrkjum sem veittir eru í samræaði við meðferðaraðila. Að draga úr fordómum með því að stuðla að aukinni og vandaðri fræðslu og umræðu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Að hvetja til aukinnar sérhæfingar í geðheilbrigðisþjónustunni.
readMoreNews

Húsaleigubætur 2014

Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og því þurfa allir sem telja sig eiga rétt á húsaleigubótum að sækja um húsaleigubætur fyrir 2014. Umsóknareyðublað er hægt að finna hér eða í Ráðhúsinu að Hvammstangabraut 5. 
readMoreNews