Tilkynningar og fréttir

Akstursstyrkir

Umsóknum um styrki vegna aksturs barna/unglinga á íþróttaæfingar og í tónlistarskóla árið 2013, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga sem fyrst. 
readMoreNews

Hundahreinsun

Alla hunda á Hvammstanga og Laugarbakka ber að koma með til hundahreinsunar í Áhaldahús Húnaþings vestra Búlandi 3, Hvammstanga mánudaginn 16. desember 2013 milli klukkan 16:00-18:00. Sveitarstjóri Húnaþings vestra.  
readMoreNews

Akstursstyrkir vegna leikskólabarna.

Umsóknum um styrki vegna aksturs barna til vistunar í leikskóla tímabilið ágúst til desember árið 2013, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga sem fyrst
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

226. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 12. desember 2013 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Notendur athugið! Vegna viðgerða í dælustöð hitaveitunnar á Laugarbakka má búast við truflunum á vatnsrennsli á Hvammstanga  og Laugarbakka frá klukkan 13:00 og fram eftir degi í dag fimmtudag 28.11.                                                                                                         Hitaveita Húnaþings vestra
readMoreNews

Tilkynning

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti fjárhagsáætlun ársins 2014 og þriggja ára áætlun 2015-2017 við síðari umræðu á fundi sínum þann 21. nóvember 2013. Meðfylgjandi er greinargerð sem lögð var fram með fjárhagsáætlun ársins 2014 ásamt yfirliti um helstu niðurstöður.  
readMoreNews

Esther Hermannsdóttir ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 28. október sl. var samþykkt að ráða Esther Hermannsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs frá og með 1. nóvember 2013.
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

225. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 21. nóvember 2013 kl. 10:00 í fundarsal Ráðhússins.
readMoreNews

Ljósveita sett upp á Hvammstanga

í þessari viku mun Míla setja upp búnað fyrir Ljósveitu í símstöðinni á Hvammstanga. Til að flýta fyrir lagningu á landsbyggðinni, er í fyrsta áfanga settur upp búnaður fyrir Ljósveitu í símstöðvar og geta íbúar sem búa í innan við 1000 metra línulengd frá símstöðinni tengst fljótt og vel.               
readMoreNews

Vetrarveiðar á ref

Þeim aðilum sem hyggjast stunda vetrarveiðar á ref til 30. apríl nk. er hér með gefinn kostur á að sækja um leyfi þar um til Húnaþings vestra.
readMoreNews