Í kjölfar útboðs á sorphirðu í Húnaþingi vestra hefur verið samið við Urðun ehf. um hirðingu á heimilissorpi og rekstri Hirðu söfnunarstöðvar frá og með 1. apríl 2012.
Leikjanámskeið fyrir börn fædd 2006, 2005, 2004 og 2003 verður haldið dagana 29. maí – 8. júní og aftur 18. - 29. júní í Félagsmiðstöðinni Órion og verður frá kl. 08:00 – 12:00 Skráning fer fram í Ráðhúsi Húnaþings vestra sími 455 2400. Gjald fyrir hvert námskeiði er kr. 7.500- ,50% systkinaafsláttur.
Starfskraft vantar við leikjanámskeið frá 29. maí til 8. júní og aftur 18. júní til 29. júní. Starfið er frá klukkan 08:00 til 12:00. Umsókn leggist í Ráðhús Húnaþings vestra f. 14 maí nk.
Sumarstarfsfólk óskast til starfa í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Umsækjendur munu sjá um afgreiðslu, eftirlit í sundlaug og íþróttasal, þrif og fl. Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og þurfa að standast stöðupróf í sundi.