Tilkynningar og fréttir

Menningarstyrkur Heimafóðurs ehf. til Byggðasafnsins á Reykjum

Menningarstyrkur Heimafóðurs ehf. til Byggðasafnsins á Reykjum og Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi
readMoreNews

Málefni sveitarfélaga - styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn  allt að þremur meistaranemum styrki  til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.  
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR.

279. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 12. janúar 2017  kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.   Upplýsingar um dagskrá fundarins er að finna á heimasíðu Húnaþings vestra www.hunathing.is a.m.k. tveimur dögum fyrir fund.
readMoreNews

Samfélagsviðurkenningar árið 2016

Íbúar í Húnaþingi vestra.   Félagsmálaráð leitar til ykkar um ábendingar vegna samfélagsviðurkenningar fyrir árið 2016. Í reglum segir:   Félagsmálaráð skal veita samfélagsviðurkenningu Húnaþings vestra að jafnaði annað hvert ár. Var hún í fyrsta skipti veitt í febrúar 2015.
readMoreNews

Áramótabrenna

                                                                                                                                       Kl. 21:00 á Gamlárskvöld verður kveikt í áramótabrennunni við Höfða, Hvammstanga og þar á eftir verður flugeldasýning í boði fyrirtækja í Húnaþingi vestra. 
readMoreNews

Umhverfismoli

Flugeldaleifar og annað rusl eru fylgifiskur áramóta og eru íbúar hvattir til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi og tína upp flugeldaleifar eftir gamlárskvöld. Björgunarsveitin Húnar fer að venju á nýjársdag um Hvammstanga og hirðir upp flugeldaleifar, það auðveldar þeim vinnuna sé fólk búið að safna þeim saman í hrúgu og setja við lóðamörk. Það er í lagi að setja flugeldaleifarnar í tunnuna fyrir almennt heimilissorp,  (EKKI í endurvinnslutunnuna) Ónotuðum skoteldum á að skila sem spilliefni í Hirðu.
readMoreNews

Hrútafjörður rafmagnsleysi

Rafmagnslaust verður í Hrútafirði frá Brandagili og norður að Reykjum í kvöld þriðjudag 27.12. 2016  frá kl 21:00 til kl 22:00 vegna vinnu við bilaða spennistöð.   Hvítabjarnarhóll endurvarpsstöð verður rafmagnslaus.   Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690
readMoreNews

Frá Íþróttamiðstöðinni

Vegna framkvæmda í íþróttamiðstöð Húnaþing vestra verður lokað í sund,þrek og íþróttasal dagana mánudaginn 2. janúar til og með laugardeginum 7. janúar. Íþróttamiðstöðin opnar aftur sunnudaginn 8. janúar. kl. 10:00 Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.                                                                                Íþrótta-og tómstundafulltrúi
readMoreNews

Hátíðarkveðja

Hátíðarkveðja Óskum starfsfólki og íbúum Húnaþings vestra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Húnaþings vestra.
readMoreNews

Frá Vatnsveitu Hvammstanga

Vegna vinnu við dreifikerfi vatnsveitu á Hvammstanga verður lokað fyrir kalt vatn á Hvammstangabraut, milli Brekkugötu og Lækjargötu, í dag 22.12.2016 milli 13:00 og 15:00.
readMoreNews