Tilkynningar og fréttir

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 29.10.2016

Auglýsing um kjörfund vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október 2016 Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga, 1. hæð.  Athugið nýjan stað kjörfundar.
readMoreNews

Frá Byggðasafni: Stund klámsins

Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og fyrirlesari Stund klámsins Fyrirlestraröð Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna með sunnudagskaffinu heldur áfram. Að þessu sinni mun sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir halda fyrirlesturinn stund klámsins. Hún vinnur um þessar mundir að bók um sögu kláms á Íslandi, með sérstakri áherslu á 7. og 8. áratug 20. aldar, en fyrirhugað er að bókin komi út árið 2017. Í fyrirlestrinum mun Kristín Svava fjalla um klámsögu og ritun hennar, ræða ýmis vandkvæði sem geta komið upp við þessa sagnaritun og gera grein fyrir helstu kenningum um sögu kláms, með völdum dæmum úr íslenskri klámsögu frá miðöldum til okkar daga.
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

274. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.
readMoreNews

Með sunnudagskaffinu. Fyrirlestur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Núna er komið haust og þá heldur fyrirlestraröð byggðasafnsins áfram. Að þessu sinni mun Sigurjón Baldur Hafsteinsson koma til okkar. Í fyrirlestrinum mun Sigurjón ræða um þá spurningu hvaða erindi hugmyndir um anarkisma eigi við gamalgróna hefð Íslendinga í að byggja og varðveita torfhús. Hann mun fjalla um hvað felst í hugmyndum um anarkisma og gera að því skóna að anarkismi eigi vel við þegar lýsa á hefðum Íslendinga í byggingu og varðveislu torfhúsa
readMoreNews

Í tilefni að Alþjóðadegi kennara 5. október

Hamingja, sköpunargleði, lestur og stærðfræði í Húnaþingi vestra
readMoreNews

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Frá og með 1. október sl. hefur nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir hafið störf hjá Húnaþingi vestra.
readMoreNews

Starf stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Húnaþings vestra

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laust tímabundið starf stuðningsfulltrúa á unglingastigi. Um er að ræða 50-75% starf frá 1. október 2016 til 31. maí 2017. Vinnutími er á bilinu  8:00 til 15:00.
readMoreNews

Afsláttur af gatnagerðagjöldum

Vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði  en lítillar eftirspurnar eftir lóðum fyrir íbúðahús samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra að nýta tímabundið heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 6. gr. samþykktar Húnaþings vestra um gatnagerðargjöld nr. 717/2013.  Um er að ræða 17 íbúðahúsalóðir á götum á Hvammstanga sem þegar eru tilbúnar til úthlutunar.    
readMoreNews

Matráður óskast til starfa í leikskólanum Ásgarði

Við leikskólann Ásgarð Hvammstanga er laus staða matráðs í 100% starf: Í Ásgarði er unnið eftir markmiðum manneldisráðs og lýðheilsustöðvar. Hreinlæti og snyrtimennska mikilvægur þáttur.
readMoreNews

Smábátaeigendur athugið

Vinsamlegast tilkynnið til skrifstofu Húnaþings vestra þegar bátar eru teknir á land eða settir niður. Sími á skrifstofu er 455-2400, einnig hægt að senda á netfangið skrifstofa@hunathing.is.
readMoreNews