Frá Byggðasafni: Stund klámsins
Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og fyrirlesari
Stund klámsins
Fyrirlestraröð Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna með sunnudagskaffinu heldur áfram. Að þessu sinni mun sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir halda fyrirlesturinn stund klámsins. Hún vinnur um þessar mundir að bók um sögu kláms á Íslandi, með sérstakri áherslu á 7. og 8. áratug 20. aldar, en fyrirhugað er að bókin komi út árið 2017. Í fyrirlestrinum mun Kristín Svava fjalla um klámsögu og ritun hennar, ræða ýmis vandkvæði sem geta komið upp við þessa sagnaritun og gera grein fyrir helstu kenningum um sögu kláms, með völdum dæmum úr íslenskri klámsögu frá miðöldum til okkar daga.