Tilkynningar og fréttir

Söfnun á rúlluplasti

Söfnun á rúlluplasti

Áætlað er að söfnun á rúlluplasti fari fram vikuna 28. nóvember – 2. desember n.k. Þeir bændur sem óska eftir því að nýta sér þjónustuna vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400, eða í tölvupósti á: skrifstofa@hunathing.is,  fyrir 25. nóvember  nk.
readMoreNews

ER STYRKUR Í ÞÉR?

Tveir sjóðir í boði.   Nú er að hefjast umsóknar- og úthlutunarferli vegna styrkveitinga Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2017.   Einnig er að hefjast umsóknar- og úthlutunarferli í nýjan sjóð, Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra, fyrir árið 2017
readMoreNews

Ferðamáladagur Norðurlands vestra 9. nóvember 2016, kl. 11 - 17 Félagsheimilinu Húnaveri

DAGSKRÁ   11:00            UPPHITUN - “GÓÐ RÁÐ ÁRIÐ UM KRING”  -                         Jónas Guðmundsson (Landsbjörg/Safetravel)  kynnir   áherslur í                       upplýsingagjöf til ferðamanna að vetrarlagi 12:00            SÚPA og SPJALL 13:00            Inngangur 13:10            „Ferðamannalandið Ísland: Draumaland eða Djöflaeyja?“ Konráð Guðjónsson frá Arionbanka kynnir nýjustu ferðaþjónustuúttekt frá greiningardeild bankans.
readMoreNews

Kynning á tillögu að deiliskipulagi Borgarvirkis

Þessa dagana stendur yfir deiliskipulagsgerð fyrir Borgarvirki. Skipulagssvæðið er 3,7 ha að stærð og nær yfir virkið og nánasta umhverfi þess. 
readMoreNews
Kynningarfundur - flokkun og endurvinnsla

Kynningarfundur - flokkun og endurvinnsla

Kynningarfundur vegna innleiðingar á endurvinnslutunnum í sveitarfélaginu, verður haldin fimmtudaginn 27. október í félagsheimilinu Hvammstanga frá kl. 18:00-19:00
readMoreNews

Rjúpnaveiði 2016

Fyrirkomulag rjúpnaveiða í eignarlöndum Húnaþings vestra verður með eftirfarandi hætti haustið 2016:
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Fundur um hitaveitu og hitamenningu – frestað til 8. nóvember Fyrirhugaður fundur um hitamenningu sem halda átti í kvöld í félagsheimilinu Víðihlíð er frestað.  Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 8. nóvember nk. kl. 20:30.  
readMoreNews

Auglýsing um kjörfund vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október 2016

Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga, 1. hæð. Gengið er inn um nemendainngang að vestan. Bílastæði eru við skólann, íþróttahús og Kirkjuveg.  Þeir sem eiga erfitt með gang geta ekið inn á skólalóð að vestan.
readMoreNews

K J Ö R S K R Á

Kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 29. október 2016 liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra, almenningi til sýnis, frá og með 19. október 2016.   Hvammstangi 19. október 2016 Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
readMoreNews

Viðverutími ferðamálafulltrúa SSNV á Hvammstanga

Viðverutímar ráðgjafa á sviði ferðamála verða sem hér segir:      
readMoreNews