Tilkynningar og fréttir

Rauða kross fatagámar

Fatagámar Rauða krossins sem hafa verið staðsettir við Pakkhús Kvh verða nú fjarlægðir. Gámarnir hafa verið endurnýjaðir og eru nú á nýjum stað við Hirðu, Höfðabraut 34, Hvammstanga.
readMoreNews
Dreifing á endurvinnslutunnum hafin

Dreifing á endurvinnslutunnum hafin

Um helgina hóf Björgunarsveitin Húnar handa við að dreifa tunnum í dreifbýli.  Tunnur voru afhentar íbúum í Víðidal, Vatnsnesi, Fitjárdal, Heggstaðarnesi og Hrútafirði vestan.  Ekki náðist að klára dreifingu í Hrútafirði austan og hluta Miðfjarðar þar sem björgunarsveitin var kölluð út til að leita að rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi.  Áætlað er að klára dreifingu í þeim hluta dreifbýlis sem eftir er og í þéttbýli í þessari viku.  Viðtökur hafa verið góðar.
readMoreNews

Fundur um hitamenningu í Víðihlíð í kvöld

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra . Fundur um hitaveitu og hitamenningu . Þriðjudaginn 8. október nk. kl. 20:30 verður haldinn opinn fundur í Félagsheimilinu Víðihlíð um hitamenningu.   . Á fundinum verða Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun til að ræða orkusparnað og rafhitun.  Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi fer þær breytingar sem verða þegar tekin er inn hitaveita og og Skúli Húnn Hilmarsson rekstrarstjóri framkvæmdasviðs kynnir nýja orkumæla.  Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri verður fundarstjóri.
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

276. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember 2016 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.
readMoreNews

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu Nemendur tónlistarskóla Húnaþings vestra munu halda tónleika á bókasafninu þann 16. nóvember í tilefni af degi íslenskrar tungu. Tónleikarnir byrja kl. 12:00. Vonumst til að sjá ykkur sem flest!  
readMoreNews

Góður kynningarfundur um flokkun til framtíðar í Húnaþingi vestra

Fimmtudaginn 27. október sl. var haldinn kynningarfundur um flokkun og endurvinnslu í Húnaþingi vestra.  Fundurinn var vel sóttur, um 80 manns mættu.
readMoreNews

Rjúpnaveiði óheimil

Rjúpnaveiði er stranglega bönnuð á eftirtöldum jörðum í eigu Húnaþings vestra: Engjabrekku í Þorgrímsstaðadal. Kirkjuhvammi. Ytri-Völlum. Sveitarstjóri.
readMoreNews

Rjúpnaveiði óheimil

Rjúpnaveiði er stranglega bönnuð á eftirtöldum jörðum í eigu Húnaþings vestra.
readMoreNews
Endurvinnslutunnum dreift

Endurvinnslutunnum dreift

Íbúar Húnaþings vestra stíga stórt og mikilvægt skref í sorpflokkun á laugardaginn, þegar hafist verður handa við að dreifa endurvinnslutunnum til íbúa sveitarfélagsins.  Áætlað er að dreifa endurvinnslutunnum til heimila í dreifbýlinu um næstkomandi helgi 5. -6. nóvember  og Hvammstanga og Laugarbakka vikuna, 7. -11. nóvember, eftir kl. 17:00. 
readMoreNews

Samningur um snjómokstur á Hvammstanga

Þann 24. október sl. var skrifað undir samning um snjómokstur á Hvammstanga.   Samningurinn gildir til ársins 2019, með möguleika á framlengingu um eitt ár.  Húnaþing vestra og Vegagerðin óskuðu sameiginlega eftir tilboðum í snjómokstur, en Vegagerðin hefur séð um mokstur á Hvammstangabraut og Norðurbraut, þjóðvegi 72, frá árinu 2014. 
readMoreNews