Tilkynningar og fréttir

Húnaþing vestra og Akureyri í átak í eldvörnum

Húnaþing vestra og Akureyri hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Þá verður fræðslu um eldvarnir beint að umsækjendum um húsaleigubætur en rannsóknir sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.
readMoreNews

270. Sveitarstjórnarfundur

270. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2016 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga. Dagskrá
readMoreNews

Nýtt sorphirðudagatal

Nýtt sorphirðudagatal má sjá hér Sorphirðudagatalið mun berast íbúum Húnaþings vestra í pósti á næstu dögum.
readMoreNews

Frá Íþróttamiðstöð

Opið verður í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra á sumardaginn fyrsta frá kl. 10:00-16:00
readMoreNews

Tilkynning

Vegna námsferðar starfsfólks Ráðhússins verða skrifstofur Ráðhússins  lokaðar eftir hádegi  í tvo daga,  miðvikudaginn 20. apríl og föstudaginn 22. apríl nk.
readMoreNews

Styrkur til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.

Forráðamönnum félaga-og félagasamtaka í Húnaþingi vestra er bent á að samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Húnaþings vestra frá 14.06.2012 þurfa þau félög og félagasamtök sem óska eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts að sækja um á þar til gerðum eyðublöðum. 
readMoreNews

Auglýsing - Lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu

Lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu. Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur Umhverfis- og skipulagsráð Húnaþings vestra samþykkt að leita umsagnar á „lýsingu“ fyrir breytingu á þéttbýlisuppdrætti fyrir Hvammstanga og greinagerð í Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026.
readMoreNews

Aðalfundarboð Veiðifélags Víðidalstunguheiðar

Aðalfundur Veiðifélags Víðidalstunguheiðar verður haldinn í Víðihlíð þriðjudaginn 19. apríl 2016, kl. 20:00-21:00 að loknum aðalfundi Veiðifélagsins verður haldinn almennur fundur í Fjallskiladeild Víðdælinga
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

269. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl 2016 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.  
readMoreNews

Auglýsing

um óverulega breytingu á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Húnaþings vestra 2014 – 2026. Í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkt eftirfarandi óverulega breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026.
readMoreNews