Tilkynningar og fréttir

Heimilissorptunnur í vesturhluta Hrútafjarðar

Sorptunnur sem átti að koma til heimila í vesturhluta Hrútafjarðar s.l. föstudag verða keyrðar út í dag, mánudag 4. apríl. Við biðjumst afsökunar á þessari seinkun.  Ástæða fyrir þessari seinkun er sú að það vantaði hluta af tunnubúnaði í sendinguna. ATH. Gámar sem hafa verið við Verkstæði SG á Borðeyri hafa verið fjarlægðir.
readMoreNews

Fjölbreytileiki einhverfunnar fyrirlestur

Fjölbreytileiki einhverfunnar Fyrirlestur í boði leik-og grunnskóla Húnaþings vestra og foreldrafélaga skólanna verður haldinn þann 5. apríl næstkomandi Sjá auglýsingu hér Við viljum benda á að fyrirlesturinn er opinn öllum og vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta á áhugaverðan og fræðandi fyrirlestur.
readMoreNews

Nýr sorphirðuverktaki í Húnaþingi vestra

Í dag, 1. apríl 2016, tekur í gildi nýr verksamningur um sorpþjónustu í Húnaþingi vestra. Þann 23. mars s.l. var skrifað undir samning við Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf. að undangengnu útboði. Samningurinn er til næstu 5 ára.  Um leið og fyrri verktökum er þakkað samstarfið síðustu árin, þá bjóðum við Vilhelm og hans starfsfólk velkomið til starfa. Húnaþing vestra væntir mikils af samstarfi við nýjan verktaka. 
readMoreNews

Með sunnudagskaffinu. Fyrirlestur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Núna er komið að öðrum fyrirlestri í fyrirlestraröð byggðasafnsins þetta árið. Að þessu sinni mun Sigrún Antonsdóttir koma til okkar og fjalla um Spánverjavígin 1615 á Vestfjörðum. Spánverjar stunduðu um tíma hvalveiðar hér við land við litlar vinsældir Danakonungs. Þann 21. september 1615 fórust Basknesk hvalveiðiskip í ofsaveðri í Reykjafirði á Ströndum. Stuttu síðar voru skipsbrotsmenn myrtir af bændum héraðsins eftir skipun Ara Magnússonar í Ögri.
readMoreNews

900. fundur Byggðarráðs

900. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra var haldinn mánudaginn 14. mars sl.  Mikil og góð samvinna hefur verið í byggðarráði það sem af er kjörtímabilsins milli meiri- og minnihluta og er það grunnur að þeim góða árangri sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins.   
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Vegna vinnu við hitaveitulögn verður lokað fyrir heitt vatn á Melavegi frá kl 13:00-16:00 í dag fimmtudaginn 31.03.2016
readMoreNews

Starfsmann vantar í afleysingar á fjölskyldusvið Húnaþings vestra

Starfsmann vantar í afleysingar á fjölskyldusvið Húnaþings vestra.  Um er að ræða 50 – 60% skrifstofustarf í 3 - 4 mánuði í Ráðhúsinu.  Í starfinu felst almenn símsvörun, skjalavarsla og önnur störf sem yfirmaður felur viðkomandi.  
readMoreNews

Sumarafleysing í félagslegri heimaþjónustu

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra leitar að starfskrafti í félagslegri heimaþjónustu vegna  sumarafleysingar. Um er að ræða 75% starf í heimaþjónustu á Hvammstanga og í dreifbýli.
readMoreNews

Sumarstörf hjá Húnaþingi vestra

 - Flokkstjórar við Vinnuskólann. Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum ungmenna á aldrinum 13 til 16 ára við ýmis garðyrkjustörf - Flokkstjóri sláttuhóps. Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum 16 ára og eldri við slátt, rakstur og önnur tilfallandi verkefni. - Verkamaður í áhaldahúsi. Í starfinu felast  ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins, t.d.  við viðhald veitna, sláttur á opnum svæðum og ýmisleg annað tilfallandi. 
readMoreNews

Opnunartími íþróttamiðstöðvar páskar 2016

Frá Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga Opnunartími um páskana: Skírdagur……………………….opið kl. 10:00 – 16:00 Föstudagurinn langi……….opið kl. 10:00 – 16:00 Laugardagur…………………..opið kl. 10:00 – 16:00 Páskadagur…………………………………………...Lokað Annar í páskum…………....opið kl. 10:00 – 16:00   Gleðilega páskahátið!                                                 Starfsfólk íþróttamiðstöðvar
readMoreNews