Tilkynningar og fréttir

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Í sumar og haust hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hjá Hitaveitu Húnaþings vestra, í Miðfirði og Hrútafirði. Verklegum framkvæmdum hitaveitunnar er nú að mestu lokið og verður fyrsti áfangi tekinn formlega í notkun þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 14:30. Af því tilefni verður gestum og gangandi boðið að koma og fylgjast með í dæluhúsi Hitaveitu Húnaþings vestra á Laugarbakka
readMoreNews

Frá leikskólanum Ásgarði

Leikskólinn Ásgarður verður opinn frá klukkan 13.00 í dag 8. desember
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

263. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 10. desember 2015 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.    
readMoreNews

Frá Grunnskóla Húnaþings vestra

Allt skólahald í Grunnskóla Húnaþings vestra, skólaakstur og frístund, verður fellt niður vegna veðurspár á morgun, þriðjudaginn 8. desember 2015. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að vera ekki á ferli fyrr en veður lægir. Skólinn opnar aftur miðvikudagsmorguninn 9. desember. Skólastjóri
readMoreNews

Íþróttamiðstöð/sundlaug lokuð frá 16 í dag vegna slæmrar veðurspár

Athugið að íþróttamiðstöð/sundlaug verður lokuð frá klukkan 16:00 í dag vegna slæmrar veðurspár. Íþrótta-og tómstundarfulltrúi
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Vegna vinnu í dælustöð verður lokað fyrir heitt vatn á Laugarbakka, Hvammstanga og Línakradal miðvikudaginn  9. desember  frá kl. 09:00.  Áætlað er að vinna standi yfir til kl. 10:00
readMoreNews

Frá Leikskólanum Ásgarði

Vegna slæmrar veðurspár fellur allt skólahald niður á morgun 08.12.2015, og verður leikskólinn því lokaður.   Athugað verður með stöðuna á veðurspá fyrir hádegi á morgun og þá metið hvort leikskólinn verði opnaður eftir hádegi eða frá klukkan eitt. Foreldrar leikskólabarna eru vinsamlega beðin um að fylgjast með tölvupósti milli 11.00 og 12.00 á morgun.
readMoreNews

Jólatónleikar Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Jólatónleikar nemenda í Tónlistarskóla Húnaþings vestra verða skv. eftirfarandi:
readMoreNews

Hundahreinsun

Alla hunda á Hvammstanga og Laugarbakka ber að koma með til hundahreinsunar í áhaldahús Húnaþings vestra Búlandi 3, Hvammstanga, fimmtudaginn 03. desember 2015 milli klukkan 16:00-18:00.
readMoreNews

Afmæli hitaveitu á Hvammstanga í dag

Í dag, 2. desember 2015, eru 43 ár síðan hitaveita var sett í fyrsta hús á Hvammstanga.  Það var árið 1972.  Fyrsta húsið var hús Sparisjóðs Vestur Húnavatnssýslu en það húsnæði hýsir Ráðhús Húnaþings vestra í dag.  Í framhaldinu var lögð hitaveita um allan Hvammstanga.  Af því tilefni kom guðfaðir hitaveitunnar, Brynjólfur Sveinbergsson, með kökur og kaffi á skrifstofuna.
readMoreNews