Tilkynningar og fréttir

Með sunnudagskaffinu

Sunnudaginn 16.ágúst kl. 14 hefjast að nýju hinir geysivinsælu fyrirlestrar Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna og verða nú á Pottinum á Blönduósi. Sagnfræðingarnir Árni H. Kristjánsson og Vilhelm Vilhelmsson segja frá spennandi og skemmtilegu fólki er bjó í austur-sýslunni á fyrri tíð. Fyrirlestrarnir eru ókeypis og eru allir velkomnir. Kaffisala er á staðnum.
readMoreNews

FJALLSKILABOÐ Miðfirðinga 2015

Tímanlega fimmtudaginn 3. september n.k. skulu allir leitarmenn vera mættir á fremstu bæjum, tilbúnir að leggja upp á heiðar undir stjórn leitarstjóranna.  Gangnamenn yngri en 16 ára verða ekki teknir gildir sem leitarmenn nema með samþykki viðkomandi leitarstjóra.  Í 1. leit skal smala ofan bæði sauðfé og hrossum.  Skulu hross af öllum viðkomandi heiðum sett til geymslu í girðinguna norðan við Laxahvamm.  Gangi leitir samkvæmt áætlun, skulu þeir sem reka stóðið frá heiðargirðingum í safngirðingu að kvöldi 4. sept. koma því til réttar laugardaginn 5. sept. kl. 9  f.h. og hefst  þá stóðrétt.  Fjárrétt hefst síðar sama dag, strax og söfnin koma til réttar. 
readMoreNews

Húsaleigubætur fyrir námsmenn

Námsmenn í framhaldsskólum og háskólum sem eru að fá nýjan leigusamning eru minntir á að sækja um húsaleigubætur fyrir haustönn 2015!  Aðrir námsmenn þurfa eingöngu að senda staðfestingu frá skóla.
readMoreNews

STARF VIÐ FÉLAGSLEGA HEIMAÞJÓNUSTU

Við félagsþjónustu Húnaþings vestra er laus staða í félagslegri heimaþjónustu. Um er að ræða 50% starf frá 24. ágúst og til frambúðar.  
readMoreNews

Íslands- og Evrópumeistarar í Húnaþingi vestra

Þær Eva Dögg Pálsdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir hafa á síðast liðnum vikum náð mjög góðum árangri í sínum íþróttagreinum. Eva Dögg í hestaíþróttum og Dagbjört Dögg í körfubolta.
readMoreNews

Umhverfisviðurkenningar 2015

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra voru veittar á fjölskyldudegi „Elds í Húnaþingi“ laugardaginn 25. júlí s.l. Eftirtaldir hlutu viðurkenningu að þessu sinni;
readMoreNews
Eldur í Húnaþingi 2015

Eldur í Húnaþingi 2015

    Eldur í Húnaþingi verður dagana 22.-26. júlí 2015   Hér má sjá fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar;   http://www.eldurhunathing.com/
readMoreNews

Eldur í Húnaþingi - lokun gatna

Miðvikudaginn 22. Júlí frá Hafnarbraut að Smiðjugötu frá kl 19:00-22:00 (sjá kort). Laugardaginn 25. júlí verður hluta af Húnabraut lokað frá kl. 9:00-18:00 (sjá kort).
readMoreNews
Laus störf við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Laus störf við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra óskar eftir að ráða tvo starfsmenn. Æskilegt er að starfsmenn geti hafið störf um miðjan ágúst 2015. Um er að ræða eitt 80% frambúðar starf og eitt 60% tímabundið starf.
readMoreNews

Umhverfisviðurkenningar 2015 - tilnefningar

Auglýst er eftir tilnefningum til viðurkenninga í umhverfismálum í Húnaþingi vestra 2015. Húnaþing vestra veitir þeim aðilum viðurkenningu sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða/landareigna sinna. Nefnd vegna umhverfisviðurkenninga er skipuð af sveitarstjórn og heldur nefndin utan um valið. Veittar eru viðurkenningar í flokki fyrirtækja- og stofnanalóða, einkalóða og fyrir fallegasta bændabýlið. Misjafnt getur verið frá ári til árs í hvaða flokkum viðurkenningar eru veittar.   Umhverfisviðurkenningar verða veittar á fjölskyldudegi Elds í Húnaþingi, laugardaginn 25. júlí. Hægt er að skila inn tilnefningum til Ínu Bjarkar, umhverfisstjóra á netfangið umhverfisstjori@hunathing.is  
readMoreNews