Tilkynningar og fréttir

Sorphirða

Samkvæmt sorphirðudagatali fer sorphirða fram á Hvammstanga og Laugarbakka í dag 29. febrúar. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að sjá til þess að aðkomuleiðir að tunnum séu greiðfærar þeim sem sinna losun ílátanna, til að þjónustan geti farið fram.
readMoreNews

Frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Nú hefst að nýju fyrirlestraröð Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna Með Sunnudagskaffinu. Dr. Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur og stundakennari við Háskóla Íslands heldur fyrirlesturinn Bændur og vinnuhjú í Miðfirði á 19. öld. Fyrirlesturinn verður haldinn sunnudaginn 28. febrúar næstkomandi á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna kl 14:00. Allir eru velkomnir og verður kaffisala á staðnum
readMoreNews

"Viltu deita fortíðina?"

Viltu deita fortíðina? Ef svo er, vertu innilega velkomin(n) á sögusýninguna „Mitt er þitt og þitt er mitt“ — konur á fyrri tíð
readMoreNews

FUNDARBOÐ 266. FUNDAR SVEITARSTJÓRNAR

266. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2016 kl. 15:00 í félagsheimilinu Víðihlíð.   
readMoreNews

Álagning fasteignagjalda 2016

Álagningu fasteignagjalda  í Húnaþingi vestra árið 2016 er nú lokið. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ár og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar einstaklinga eru aðgengilegir á netsíðunni www.island.is undir „mínar síður“.  Gjalddagar eru sex,  þ.e. 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst.  Eindagi er 30 dögum síðar.
readMoreNews

Útboð ræstinga- Grunnskóla Húnaþings vestra

Engar fyrirspurnir bárust um útboð á ræstingu í Grunnskóla Húnaþings vestra. Tilboð verða opnuð í fundarsal Ráðhúss Húnaþings vestra 15. febrúar kl. 10:00 að viðstöddum bjóðendum sem það kjósa.
readMoreNews

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur um land allt föstudaginn 5. febrúar. Af því tilefni ætlar skólakór leikskólans Ásgarðs að halda tónleika  kl 15:00 – 15:30, þann dag.
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

265. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar 2016 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.    
readMoreNews

Skákdagur Íslands þann 26. janúar

Í dag þann 26. janúar er Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv.forseta Alþjóða skáksambandsins FIDE, sem verður 81 árs. Af því tilefni hefur Íþróttamiðstöðin fjárfest í svokölluðu sundtaflsetti sem hægt verður að fá lánað hvenær sem fólki langar í „sundlaugarskák“ í heita pottinum.
readMoreNews

ER STYRKUR Í ÞÉR ???

Ágætu íbúar Húnaþings vestra   Við viljum minna á að við, starfsmenn SSNV atvinnuþróunar, verðum með vinnustofu/viðtalstíma á morgun, þriðjudaginn 26. janúar, kl. 15:00-18:00, á skrifstofu SSNV að Höfðabraut 6 á Hvammstanga.
readMoreNews