Frá mánudeginum 21. mars til miðvikudagsins 23. mars n.k. getur orðið röskun á starfsemi íþróttarmiðstöðvar bæði í afgreiðslu og æfingum í íþróttahúsi vegna framkvæmda.
Logókeppnin sem ungmennaráð var með fyrir félagsmiðstöðina Órion er nú afstaðin.
Tillagan sem var valin sem besta myndin er frá þeim mæðgum Oddnýju Helgu Sigurðardóttur og Oddnýju Sigríði Eiríksdóttur.
Þróunarverkefni um endurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna
Fundur verður haldinn í Selasetri Íslands, miðvikudaginn 16. mars næstkomandi og hefst stundvíslega kl. 10:00. Við hvetjum sem flesta til að mæta og taka þátt í umræðunum um framtíðarskipan upplýsingaveitu í landhlutanum. Vinsamlegast sendið fundarboðið áfram á þá sem áhuga gætu haft á að sitja fundinn. Annar fundur verður haldinn á Húsavík sama dag.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á tölvupóstfangið hrafnhildur@ferdamalastofa.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 15. mars næstkomandi.
Gefin hafa verið út frístundakort vegna ársins 2016 fyrir börn á aldrinum 6-18 ára sem lögheimili eiga í Húnaþingi vestra. Foreldrar/forráðamenn þurfa að sækja kortin á skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga og kvitta fyrir móttöku þeirra. Þeir sem vilja nýta kortið sem innborgun á tónlistarskólagjöld geta sent tölvupóst þess efnis til skrifstofa@hunathing.is
Hitaveita Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í verkið
Húnaþing vestra hitaveita 2016 - 2017
Vinnuútboð
Á árinu 2016 á að leggja hitaveitulagnir í Víðidal að Lækjamóti.
Áætlað er að söfnun á rúlluplasti í Húnaþingi vestra fari fram í byrjun apríl n.k. Þeir bændur sem óska eftir því að nýta sér þessa þjónustu vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400, netfang: skrifstofa@hunathing.is, fyrir 25. mars nk.
Við viljum vekja athygli á að á næstu vikum verða bekkir í búningsklefum íþróttamiðstöðvar lakkaðir og biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda
Samkvæmt sorphirðudagatali fer sorphirða fram á Hvammstanga og Laugarbakka í dag 29. febrúar.
Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að sjá til þess að aðkomuleiðir að tunnum séu greiðfærar þeim sem sinna losun ílátanna, til að þjónustan geti farið fram.