Tilkynningar og fréttir

Tónleikar nemenda tónlistarskólans á bókasafninu á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu   Nemendur tónlistarskóla Húnaþings vestra munu halda tónleika á bókasafninu þann 16. nóvember í tilefni af degi íslenskrar tungu. Tónleikarnir byrja kl. 14:30.
readMoreNews

Samkeppni um lógó félagsmiðstöðvarinnar Órion

Lógo samkeppni Ungmennaráð hefur ákveðið að setja af stað lógo samkeppni fyrir  félagsmiðstöðina Órion.
readMoreNews

Tónlistarviðburðir á aðventu í Húnaþingi vestra

  Hér fyrir neðan er listi yfir  tónlistarviðburði sem stefnt er að því að halda í Húnaþingi vestra á aðventunni 2015.
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

261. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.
readMoreNews

Straumleysi í Víðidal Húnaþingi vestra

Straumlaust verður í Víðidal Húnaþingi vestra að hluta til frá Jörfa að Brautarlandi fimmtudaginn 5.nóvember frá kl 11:30 til kl 12:00 vegna vinnu við háspennukerfið.  
readMoreNews

Straumleysi á Heggstaðanesi Húnaþingi vestra

Straumlaust verður á Heggstaðanesi Húnaþingi vestra frá Eyjanesi að Heggstöðum fimmtudaginn 5.nóvember frá kl 14:00 til kl 16:00 vegna vinnu við háspennukerfið
readMoreNews

Málstofa um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld í Rannsóknasetri Háskólans, Skagaströnd 7. nóvember kl. 14

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og sagnfræðideild Háskóla Íslands efna til málstofu um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af nám­skeiði í sagn­fræði og gera sjö sagnfræðinemar frá rannsóknum sínum um efnið. Kenn­ari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur. Fundarstjóri er Harpa Ásmunds­dóttir sagn­fræðinemi
readMoreNews

Áhugaverður og hagnýtur fundur um jafnréttismál fyrir foreldra í Húnaþingi vestra

Jafnréttisnefnd bauð upp á áhugaverðan og hagnýtan fund fyrir foreldra í sveitarfélaginu. Sérfræðingur frá Jafnréttisstofu gerði sér ferð til Hvammstanga í síðastliðinni viku og ræddi við foreldra leik- og grunnskólabarna um jafnréttismál, helstu áhrifaþætti þegar litið er til náms- og starfsvals kynjanna
readMoreNews

HESTTRYPPI Í ÓSKILUM

1-2 vetra brúnt hesttryppi er í óskilum að Þóreyjarnúpi. Nánari upplýsingar veitir Ingvar Jóhannsson s: 848-0003
readMoreNews

Straumleysi í Miðfirði. Tilkynning frá Rarik

Íbúar í Miðfirði athugið. Straumlaust verður í Miðfirði Húnaþingi vestra fimmtudaginn 29.október n.k. frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna vinnu við háspennukerfið.  Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690  
readMoreNews