Tilkynningar og fréttir

Frá Íþróttamiðstöð- tilkynning

Vegna lokunar Hitaveitu fyrir heitt vatn í dag 15.10.2015 frá klukkan 16.00, mun verða röskun á starfsemi Íþróttamiðstöðvar. Opið verður í sundlaug en vatn í sturtum mun kólna eftir því sem líður á daginn.
readMoreNews

Rjúpnaveiði 2015

Fyrirkomulag rjúpnaveiða á afréttarlöndum Húnaþings vestra verður með eftirfarandi hætti haustið 2015: Veiðimönnum með gilt veiðikort útgefið af Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til rjúpnaveiða á afréttarlöndum sveitarfélagsins. Um verður að ræða tvennskonar leyfi sem gefin verða út á jafnmörg svæði. Svæðin eru:   1. Víðidalstunguheiði ásamt Króki, Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi  og                                                             Öxnatungu.                         2. Arnarvatnsheiði og Tvídægra.
readMoreNews

Laust starf stuðningsfulltrúa í Grunnskóla Húnaþings vestra

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laust tímabundið starf stuðningsfulltrúa á yngsta stigi sem einnig starfar í frístund. Um er að ræða fullt starf frá seinni hluta nóvember 2015 til 15. ágúst 2016 (hægt er að semja um skemmri tíma). Vinnutími er frá kl. 8:00 til 16:00
readMoreNews

Norðurslóðaáætlunin (NPA) Styrkumsóknir

Norðurslóðaáætlunin (NPA) styrkir samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðildarlanda, löndin innan NPA eru Ísland, Grænland, Færeyjar, Noregur Svíþjóð, Finnland, Írland, Norður-Írland og Skotland. NPA  óskar núna aðeins eftir styrkumsóknum sem falla undir áherslur 3 og 4: 3.  Verkefni sem hlúa að og efla orkuöryggi samfélaga á norðurslóðum,  hvetja til orkusparnaðar eða notkun endurnýjanlegra orkugjafa. 4.  Verkefni sem vernda, þróa og koma á framfæri menningarlegri og náttúrlegri arfleið. Nánari upplýsingar um áherslur á þriðja umsóknarfresti er að finna hér http://www.interreg-npa.eu/fileadmin/Calls/Third_Call/Third_Call_Announcement.pdf
readMoreNews

Frá hitaveitu Húnaþings vestra

Vegna bilunar í hitaveitulögn geta orðið sveiflur á heita vatninu í dag á svæðinu Laugarbakki, Hvammstangi, Gauksmýri.
readMoreNews

Fundarboð 259. fundar sveitarstjórnar

259. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 8. október 2015 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.
readMoreNews

Tilkynning frá svæðisvakt RARIK norðurlandi

Straumlaust verður í Miðfirði Húnaþingi vestra þriðjudaginn 6.október frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við háspennukerfið, sjá myndir.
readMoreNews

Hreyfivika UMFÍ

Hreyfiviku UMFÍ er lokið að þessu sinni. Ísland komst á topp tíu lista í Evrópu yfir fjölda viðburða en um fimmhundruð viðburðir fóru fram víðs vegar um landið. Viðburðirnir í Húnaþingi vestra voru þokkalega vel sóttir og lögðu ca. 1000 manns leið sína í íþróttamiðstöðina þessa vikuna.
readMoreNews

Hreyfivika UMFÍ

Hreyfiviku UMFÍ er lokið að þessu sinni. Ísland komst á topp tíu lista í Evrópu yfir fjölda viðburða en um fimmhundruð viðburðir fóru fram víðs vegar um landið. Viðburðirnir í Húnaþingi vestra voru þokkalega vel sóttir og lögðu ca. 1000 manns leið sína í íþróttamiðstöðina þessa vikuna.
readMoreNews

Staðan í sundkeppni sveitarfélaga eftir 3 daga

Staðan eftir þrjá fyrstu dagana í sundkeppni á milli sveitarfélaga er að Húnaþing vestra er í sjötta sæti. Við erum búin að synda 49 m á hvern íbúa. Nú mæta allir í sund og synda þá daga sem eftir er í hreyfivikunni. KOMA SVO!!!
readMoreNews