Tilkynningar og fréttir

Orðsending til katta- og hundaeigenda á Hvammstanga

Orðsending til katta- og hundaeigenda á Hvammstanga

Kattaeigendur eru beðnir um að fylgjast vel með köttum sínum og tryggja að þeir séu merktir og  með bjöllur um hálsinn. Nú er sá árstími sem að fuglar eru að reyna að koma upp ungum sínum en kvartað hefur verið yfir því að margir ungar lendi í kattarkjafti.
readMoreNews

50% starf við félagslega heimaþjónustu

Bráðvantar vegna forfalla starfskraft í félagslega heimaþjónustu Vegna forfalla vantar fjölskyldusvið Húnaþings vestra nú þegar starfskraft í félagslega heimaþjónustu!!! Einnig vantar starfskraft til frambúðar frá 15. ágúst.
readMoreNews

Fögnum í dag!

Í tilefni af því að 100 ár er frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi ætla konur að sameinast hjá Hlöðunni kl. 14.00 í dag og eiga góða stund þar saman. Allar velkomnar. Já, og svo á íslenski þjóðfáninn líka aldarafmæli. Til hamingju með daginn!
readMoreNews
Lokað frá kl. 12.00 á hádegi þann 19. júní

Lokað frá kl. 12.00 á hádegi þann 19. júní

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi verða skrifstofur Ráðhússins lokaðar frá klukkan 12 á hádegi föstudaginn 19. júní. 
readMoreNews

Við leikskólann Ásgarð, Borðeyri er laus staða:

Við leikskólann Ásgarð, Borðeyri er laus staða: Deildastjóra í leikskóla 70% starf frá 15. ágúst. Í starfinu felst umsjón með daglegum rekstri leik- og grunnskóla í samráði við skólastjórnendur. Í skólanum á Borðeyri eru sex nemendur í grunnskóla og fjórir nemendur í leikskóla.
readMoreNews
Við Grunnskóla Húnaþings vestra eru lausar eftirtaldar stöður

Við Grunnskóla Húnaþings vestra eru lausar eftirtaldar stöður

Við Grunnskóla Húnaþings vestra eru lausar eftirtaldar stöður 80-100% staða stuðningsfulltrúa á unglingastigi. Um er að ræða fullt starf allt árið. Utan starfstíma skólans er unnið við aðalhreingerningu og frístundastarf. Gert er ráð fyrir að unnið verði í matar og kaffitímum með nemendum og vinnutíma lýkur fyrr á daginn sem því nemur. 50% staða stuðningsfulltrúa á unglingastigi. Um er að ræða starf allt árið. Utan starfstíma skólans er unnið við aðalhreingerningu og frístundastarf. 60-80% staða skólaliða. Um er að ræða fullt starf allt árið í frímínútnagæslu og eftirliti með nemendum frá kl. 9:00 – 14:00. Utan starfstíma skólans er unnið við aðalhreingerningu og frístundastarf. Gert er ráð fyrir að unnið verði í matar og kaffitímum með nemendum og vinnutíma lýkur fyrr á daginn sem því nemur. Tvær 35% stöður við ræstingar seinnihluta dags. Starfstími er allt árið, utan starfstíma skóla er unnið við ræstingar, aðalhreingerningu og frístundastarf. 50% staða í matsal skólans. Unnið með matráði við framreiðslu, undirbúning og frágang. Starfstími er allt árið.
readMoreNews

Búfé á þjóðvegi 1

Að gefnu tilefni þá minnum við á símanúmer búfjáreftirlitsmanns um lausagöngu búfjár á þjóðvegi 1. Ef þú verður var við nautgripi, hross eða sauðfé á þjóðvegi 1 þá vinsamlegast tilkynnið Ingvari Jóhannssyni búfjáreftirlitsmann Húnaþings vestra í síma 848-0003.
readMoreNews
17. júní hátíðarhöld á Hvammstanga

17. júní hátíðarhöld á Hvammstanga

                        Hátíðarhöld í tilefni lýðveldisafmælis Íslendinga verða haldin sunnan við Félagsheimilið á Hvammstanga 17. júní kl. 14:00
readMoreNews

Hundaeigendur athugið

Að gefnu tilefni viljum við benda á að lausaganga hunda í þéttbýli er bönnuð. Borið hefur á lausagöngu hunda og því  að hundaeigendur hirði ekki upp eftir hunda sína þegar þeir gera stykki sín á opnum svæðum sveitarfélagsins, einkalóðum,  útivistarsvæðum og gönguleiðum sem þar eru. 
readMoreNews

Starfsmaður í Þjónustumiðstöð (áhaldahús)

Starfsmaður í Þjónustumiðstöð (áhaldahús) Húnaþing vestra óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustumiðstöð.  Um er að ræða 100% starf
readMoreNews