Fjallskilaseðill Hrútfirðinga að austan 2016
Á fundi stjórnar Fjallskiladeildar Hrútfirðinga að austan þann 10. ágúst 2016 var samþykkt að í haust verði fjallskil á svæðinu með eftirfarandi hætti:
Fyrsta leit fari fram fimmtudaginn 1. og föstudaginn 2. september og réttað verði að morgni laugardagsins 3. september. Leit skal haga þannig að allt svæðið, þ.e. bæði heiðin og Meladalur verði smöluð á sama tíma.
Kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 1. september skulu 7 leitarmenn vera ferðafærir við Bláhæð. Verkefni þeirra verður að smala fremsta hluta heiðarinnar. Eftirtalin bú leggi til þessa menn:
Eyjanes 2 menn, Reykir II 2 menn, Akurbrekka 1 mann, Þóroddsstaðir 1 mann og Óspaksstaðir 1 mann.
16.08.2016
Frétt