Tilkynningar og fréttir

Bændur /landeigendur.

Bændur /landeigendur.

Úttekt á girðingum meðfram stofn-og tengivegum fer fram í fyrstu viku septembermánaðar 2015. Bændur og landeigendur eru hvattir til að kynna sér ákvæði 5. gr. reglugerðar nr. 930/2012. og tilkynna viðhald, að uppfylltum skilyrðum, til skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 31. ágúst næstkomandi.
readMoreNews

Fjallskilaboð Víðdælinga 2015

 GANGNASEÐILL ÁRIÐ 2015     Göngur hefjast á Víðidalstunguheiði mánudaginn 7. september 2015.   Þann dag fari rekstrarmenn gangnahrossa af stað frá Hrappsstöðum kl.11:00. Þeir sem verða keyrðir  mæti að Hrappsstöðum kl. 17.   Næsta dag fari seinniflokkur þaðan á sama tíma, eða kl.17. Farangur, þar með talin reiðtygi og öll gangnahross verða að vera komin kl. 10 mánudaginn 7. september í  Hrappsstaði.    Í fyrri göngum skal smalað bæði sauðfé og hrossum. Sauðfé verður réttað í Valdarásrétt föstudaginn 11. Sept kl.09:00 og í Víðidalstungurétt laugardaginn 12. sept. og hefjast réttarstörf þar kl. 10:00.   .
readMoreNews

Styrkumsóknir fyrir árið 2016

Sveitarstjórn Húnaþings vestra vinnur nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016. Félagasamtökum og einstaklingum í Húnaþingi vestra er hyggjast sækja um styrki frá sveitarfélaginu til einstakra verkefna á næsta ári er bent á að fylla út þar til gert eyðublað og  senda  ásamt fylgigögnum til skrifstofu sveitarfélagsins að Hvammstangabraut 5 Hvammstanga eigi síðar en 15. september nk.
readMoreNews

Með sunnudagskaffinu

Sunnudaginn 16.ágúst kl. 14 hefjast að nýju hinir geysivinsælu fyrirlestrar Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna og verða nú á Pottinum á Blönduósi. Sagnfræðingarnir Árni H. Kristjánsson og Vilhelm Vilhelmsson segja frá spennandi og skemmtilegu fólki er bjó í austur-sýslunni á fyrri tíð. Fyrirlestrarnir eru ókeypis og eru allir velkomnir. Kaffisala er á staðnum.
readMoreNews

Fjallskilaseðill Hrútfirðinga 2015

Á fundi stjórnar Fjallskiladeildar Hrútfirðinga að austan þann 12. ágúst 2015 var samþykkt að í haust verði fjallskil á svæðinu með eftirfarandi hætti:   Fyrsta leit fari fram fimmtudaginn 3. og föstudaginn 4. september og réttað verði að morgni laugardagsins 5. september.  Leit skal haga þannig að allt svæðið, þ.e. bæði heiðin og Meladalur verði smöluð á sama tíma.   Kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 3. september skulu 7 leitarmenn vera ferðafærir við Bláhæð.  Verkefni þeirra verður að smala fremsta hluta heiðarinnar.  Eftirtalin bú leggi til þessa menn: Eyjanes 2 menn, Reykir II 2 menn, Akurbrekka 1 mann, Þóroddsstaðir 1 mann og Óspaksstaðir 1 mann.
readMoreNews

FJALLSKILABOÐ Miðfirðinga 2015

Tímanlega fimmtudaginn 3. september n.k. skulu allir leitarmenn vera mættir á fremstu bæjum, tilbúnir að leggja upp á heiðar undir stjórn leitarstjóranna.  Gangnamenn yngri en 16 ára verða ekki teknir gildir sem leitarmenn nema með samþykki viðkomandi leitarstjóra.  Í 1. leit skal smala ofan bæði sauðfé og hrossum.  Skulu hross af öllum viðkomandi heiðum sett til geymslu í girðinguna norðan við Laxahvamm.  Gangi leitir samkvæmt áætlun, skulu þeir sem reka stóðið frá heiðargirðingum í safngirðingu að kvöldi 4. sept. koma því til réttar laugardaginn 5. sept. kl. 9  f.h. og hefst  þá stóðrétt.  Fjárrétt hefst síðar sama dag, strax og söfnin koma til réttar. 
readMoreNews

Húsaleigubætur fyrir námsmenn

Námsmenn í framhaldsskólum og háskólum sem eru að fá nýjan leigusamning eru minntir á að sækja um húsaleigubætur fyrir haustönn 2015!  Aðrir námsmenn þurfa eingöngu að senda staðfestingu frá skóla.
readMoreNews

STARF VIÐ FÉLAGSLEGA HEIMAÞJÓNUSTU

Við félagsþjónustu Húnaþings vestra er laus staða í félagslegri heimaþjónustu. Um er að ræða 50% starf frá 24. ágúst og til frambúðar.  
readMoreNews

Íslands- og Evrópumeistarar í Húnaþingi vestra

Þær Eva Dögg Pálsdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir hafa á síðast liðnum vikum náð mjög góðum árangri í sínum íþróttagreinum. Eva Dögg í hestaíþróttum og Dagbjört Dögg í körfubolta.
readMoreNews