Endurvinnslumolar
Vakin er athygli á því, að á girðingu Hirðu, eru tvær lúgur fyrir sléttan pappa, blöð og plastumbúðir. Ef komið er að fullum lúgum, þá er gott að muna eftir að opna þá næstu og athuga með hana. Verktakinn reynir eftir fremsta megni að losa ílátin nógu oft, svo íbúar þurfi ekki að koma að yfirfullum ílátum með flokkaðan úrgang.
Ef um stærri farma af endurvinnsluefnum er að ræða, sem flytja á í sömu ferðinni til Hirðu er æskilegt að gera það á opnunartíma stöðvarinnar.