Fjallskilaseðill í fyrrum Bæjarhreppi 2016
Laugardaginn 17. september ber að leita fyrstu leit í Bæjarhreppi.
Réttað verður sama dag að Hvalsá. Réttarstjóri er Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir og er einnig í annari leit. Ákveðið hefur verið að leita Kvíslarland 1. leit, föstudaginn 16. september.
Önnur leit fer fram laugardaginn 1. október. Þá skulu ábúendur hafa leitað heimalönd sín. Utanbæjarfé á að koma til réttar í tæka tíð.
Réttað verður í Hvalsá sunnudaginn 2. október kl 13.00.
Ekki er heimilt að sleppa fé í beitarhólfið við Hvalsárrétt fyrr en laugardaginn 10. september og ekki fyrr en viku fyrir aðra leit. Þriðja leit verður ákveðin síðar svo og leitir innan varnarlínu við Fjarðarhorn.
26.08.2016
Frétt