Tilkynningar og fréttir

Fjallskilaseðill í fyrrum Bæjarhreppi 2016

Laugardaginn 17. september ber að leita fyrstu leit í Bæjarhreppi. Réttað verður sama dag að Hvalsá. Réttarstjóri er Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir og er einnig í annari leit. Ákveðið hefur verið að leita Kvíslarland 1. leit, föstudaginn 16. september. Önnur leit fer fram laugardaginn 1. október. Þá skulu ábúendur hafa leitað heimalönd sín. Utanbæjarfé á að koma til réttar í tæka tíð. Réttað verður í Hvalsá sunnudaginn 2. október kl 13.00. Ekki er heimilt að sleppa fé í beitarhólfið við Hvalsárrétt fyrr en laugardaginn 10. september og ekki fyrr en viku fyrir aðra leit. Þriðja leit verður ákveðin síðar svo og leitir innan varnarlínu við Fjarðarhorn.
readMoreNews

Skólabyrjun haust 2016. Hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra

Hagnýtar upplýsingar til foreldra/forráðamanna um skólabyrjun 2016
readMoreNews

Norðurlands Jakinn

Fimmtudaginn 25. ágúst ÖXULLYFTA við Selasetrið kl. 12.00
readMoreNews

Afhending styrkja úr Húnasjóði 2016

Þann 18. ágúst sl. fór fram afhending styrkja úr Húnasjóði á kaffihúsinu Hlaðan á Hvammstanga.  Formaður byggðarráðs, Elín Jóna Rósinberg afhenti styrkina. Það er byggðarráð Húnaþings vestra sem úthlutar úr sjóðnum og var það gert á 912.fundi ráðsins þann 25. júlí sl.  Styrkþegar að þessu sinni eru: Guðríður Hlín Helgudóttir,  nám til BA prófs í ferðamálafræði. Kolbrún Arna Björnsdóttir, nám til BA prófs í japönsku máli og menningu Kristrún Pétursdóttir,  nám til BS prófs í næringarfræði Sigrún Soffía Sævarsdóttir,  nám til BS prófs í umhverfis- og byggingarverkfræði Þorgrímur Guðni Björnsson, nám til BS prófs í íþróttafræði
readMoreNews

Fjallskilaseðill Hrútfirðinga að austan 2016

Á fundi stjórnar Fjallskiladeildar Hrútfirðinga að austan þann 10. ágúst 2016 var samþykkt að í haust verði fjallskil á svæðinu með eftirfarandi hætti:   Fyrsta leit fari fram fimmtudaginn 1. og föstudaginn 2. september og réttað verði að morgni laugardagsins 3. september.  Leit skal haga þannig að allt svæðið, þ.e. bæði heiðin og Meladalur verði smöluð á sama tíma.   Kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 1. september skulu 7 leitarmenn vera ferðafærir við Bláhæð.  Verkefni þeirra verður að smala fremsta hluta heiðarinnar.  Eftirtalin bú leggi til þessa menn: Eyjanes 2 menn, Reykir II 2 menn, Akurbrekka 1 mann, Þóroddsstaðir 1 mann og Óspaksstaðir 1 mann.
readMoreNews

Styrkumsóknir fyrir árið 2017

Sveitarstjórn Húnaþings vestra vinnur nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.  Félagasamtökum og einstaklingum í Húnaþingi vestra er hyggjast sækja um styrki frá sveitarfélaginu til einstakra verkefna á næsta ári er bent á að fylla út þar til gert eyðublað og senda ásamt fylgigögnum til skrifstofu sveitarfélagsins að Hvammstangabraut 5 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is eigi síðar en 15. september nk.  Umsóknir sem kunna að berast að þeim fresti liðnum munu ekki njóta forgangs við afgreiðslu sveitarstjórnar.
readMoreNews

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra

Minnt er á að frestur til að sækja um úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra er til 1. september nk.    Væntanlegum umsækjendum og öðrum áhugasömum er bent á að úthlutunarreglur, umsóknareyðublað og fleiri gögn er varða Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra er að finna hér.
readMoreNews

Gangnaseðill Víðdælinga haustið 2016

Göngur hefjast á Víðidalstunguheiði mánudaginn 5. september 2016.
readMoreNews

Fjallskilaboð Miðfirðinga haustið 2016

Tímanlega fimmtudaginn 1. september n.k. skulu allir leitarmenn vera mættir á fremstu bæjum, tilbúnir að leggja upp á heiðar undir stjórn leitarstjóranna. 
readMoreNews

Bændur /landeigendur.

Úttekt á girðingum meðfram stofn-og tengivegum fer fram í byrjun septembermánaðar 2016.
readMoreNews