Tilkynningar og fréttir

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Frá og með 1. október sl. hefur nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir hafið störf hjá Húnaþingi vestra.
readMoreNews

Í tilefni að Alþjóðadegi kennara 5. október

Hamingja, sköpunargleði, lestur og stærðfræði í Húnaþingi vestra
readMoreNews

Starf stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Húnaþings vestra

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laust tímabundið starf stuðningsfulltrúa á unglingastigi. Um er að ræða 50-75% starf frá 1. október 2016 til 31. maí 2017. Vinnutími er á bilinu  8:00 til 15:00.
readMoreNews

Afsláttur af gatnagerðagjöldum

Vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði  en lítillar eftirspurnar eftir lóðum fyrir íbúðahús samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra að nýta tímabundið heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 6. gr. samþykktar Húnaþings vestra um gatnagerðargjöld nr. 717/2013.  Um er að ræða 17 íbúðahúsalóðir á götum á Hvammstanga sem þegar eru tilbúnar til úthlutunar.    
readMoreNews

Matráður óskast til starfa í leikskólanum Ásgarði

Við leikskólann Ásgarð Hvammstanga er laus staða matráðs í 100% starf: Í Ásgarði er unnið eftir markmiðum manneldisráðs og lýðheilsustöðvar. Hreinlæti og snyrtimennska mikilvægur þáttur.
readMoreNews

Smábátaeigendur athugið

Vinsamlegast tilkynnið til skrifstofu Húnaþings vestra þegar bátar eru teknir á land eða settir niður. Sími á skrifstofu er 455-2400, einnig hægt að senda á netfangið skrifstofa@hunathing.is.
readMoreNews

Ertu með góða hugmynd?

Ertu með góða hugmynd og vilt aðstoð við að koma hugmyndinni í framkvæmd og jafnvel stofna fyrirtæki? SSNV stendur fyrir námskeiði í Húnaþingi vestra þar sem þátttakendur fá aðstoð við að vinna með eigin viðskiptahugmynd, koma hugmyndinni í framkvæmd og stofna fyrirtæki. Námskeiðið telur um 50 klukkustundir og hefst 19. september.
readMoreNews

Starf skjalavarðar á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu og umsjónarmanns fjarnámsstofu

Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf skjalavarðar á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu og umsjónarmanns fjarnámsstofu. Um er að ræða 75% starf, 50% starf við héraðsskjalasafn og 25% við fjarnámsstofu . Athugið að starfshlutfall við héraðsskjalasafnið er á föstum viðverutíma en það sem snýr að fjarnámsstofu er óreglulegt og er sinnt eftir þörfum. Skjalavörður og umsjónarmaður fjarnámsstofu vinnur að skráningu skjala og varðveislu þeirra, hann ber ábyrgð á fjarnámsstofu og sér til þess að aðgengi nemenda að henni sé ávallt gott. 
readMoreNews
Hitamenning

Hitamenning

Hitamenning Sl. þriðjudag, 6. september sl. var haldinn fundur um hitamenningu í félagsheimilinu á Hvammstanga. Mæting á fundinn var góð og fundarmenn almennt ánægðir með fróðleg og skemmtileg erindi.  Á fundinn mættu þeir Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og ræddu um orkusparnað og verð á hita- og raforku.  Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi Húnaþings vestra ræddi um einangrun, raka og loftun, neysluvatn og byggingarleyfi vegna breytinga, og Skúli Húnn Hilmarsson rekstrarstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs fór yfir virkni orkumæla sem verið er að setja upp í sveitarfélaginu í stað rúmmetramæla.
readMoreNews
Hitamenning

Hitamenning

Hitamenning Sl. þriðjudag, 6. september sl. var haldinn fundur um hitamenningu í félagsheimilinu á Hvammstanga. Mæting á fundinn var góð og fundarmenn almennt ánægðir með fróðleg og skemmtileg erindi.  Á fundinn mættu þeir Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og ræddu um orkusparnað og verð á hita- og raforku.  Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi Húnaþings vestra ræddi um einangrun, raka og loftun, neysluvatn og byggingarleyfi vegna breytinga, og Skúli Húnn Hilmarsson rekstrarstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs fór yfir virkni orkumæla sem verið er að setja upp í sveitarfélaginu í stað rúmmetramæla.
readMoreNews