Hitamenning
Hitamenning
Sl. þriðjudag, 6. september sl. var haldinn fundur um hitamenningu í félagsheimilinu á Hvammstanga.
Mæting á fundinn var góð og fundarmenn almennt ánægðir með fróðleg og skemmtileg erindi.
Á fundinn mættu þeir Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og ræddu um orkusparnað og verð á hita- og raforku. Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi Húnaþings vestra ræddi um einangrun, raka og loftun, neysluvatn og byggingarleyfi vegna breytinga, og Skúli Húnn Hilmarsson rekstrarstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs fór yfir virkni orkumæla sem verið er að setja upp í sveitarfélaginu í stað rúmmetramæla.