Tilkynningar og fréttir

HUNDAHREINSUN 19. des. kl. 16:00-18:00

Alla hunda á Hvammstanga og Laugarbakka ber að koma með til hundahreinsunar í Áhaldahús Húnaþings vestra Búlandi 3, mánudaginn 19. desember nk. kl. 16.00-18.00. Hundaeigendur í dreifbýli sem hafa ekki nú þegar hreinsað hunda sína eru hvattir til að nýta þetta tækifæri. Sveitarstjóri Húnaþings vestra
readMoreNews

Af gefnu tilefni

Við bendum íbúum á að staðsetja endurvinnslutunnuna nærri heimilissorpstunnunni og helst við hlið hennar, sé hægt að koma því við. Einnig er mikilvægt að ekki séu aðrar eldri sorptunnur sem ekki á að hirða úr við hlið þeirra, það getur valdið ruglingi starfsmanna við hirðuna.
readMoreNews

Skipulagsmál

AUGLÝSING Skipulagslýsing fyrir Kolugljúfur, Víðidal, Húnaþingi vestra Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti þann 8. desember s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Kolugljúfurs í Húnaþingi vestra skv. 3. málsgrein, 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
readMoreNews

Frá Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Við viljum vekja athygli á því að ný gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra mun taka gildi frá og með 1. janúar 2017 Sjá gjaldskrá fyrir 2017 hér Íþrótta-og tómstundafulltrúi
readMoreNews

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017 sbr. reglugerð um úthlut

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir: Húnaþing vestra (Hvammstangi) Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1056/2016 í Stjórnartíðindum
readMoreNews

Jólatré á leikskólann Ásgarð

Leikskólabörn úr elsta árgangi leikskólans Ásgarðs fóru á dögunum í leiðangur í leit að jólatré til að hafa á leikskólanum núna um jólahátíðina. Gekk leitin nokkuð vel, en það vildi svo til að grisja þurfti úr trjálundi á Bangsatúni og því ekki úr vegi að leifa krökkunum að njóta þess á leikskólanum.
readMoreNews

Jólatré á leikskólann Ásgarð

Þann 1. desember s.l. fór fram árlegur leiðangur hjá elstu börnum leikskólans Ásgarðs í leit af jólatré til að hafa í sal leikskólans um jólahátíðina. Jólaballið er líka á næsta leyti í leikskólanum og því tímabært að hefja leitina.
readMoreNews
Umhverfismoli

Umhverfismoli

Í hvaða flokk fara umbúðir sem líta út eins og ál en haga sér eins og plast? Eins og td. Snakkpokar? Þessar umbúðir flokkast sem plast og skal skila með plastumbúðum í endurvinnslutunnuna. Einföld regla um muninn á plasti og áli: Ef þú krumpar pokann saman og hann þenst út aftur, þá er hann plast. Ef hann helst krumpaður saman þá er hann ál. Mikilvægt er að endurvinnsluefni sem fara í endurvinnslutunnuna séu þurr og hrein.
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

277. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn þriðjudaginn 29. nóvember 2016 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.     Dagskrá:
readMoreNews

Lögheimilis- og aðsetursbreytingar - 1.des

Lögheimilis- og aðsetursbreytingar - 1.des Nú fer sá tími að koma að þeir aðilar sem þeir sem búsettir eru í Húnaþingi vestra, en voru ekki skráðir með lögheimili þar samkvæmt síðustu íbúaskrá þurfa að tilkynna um rétt lögheimili. Hið sama gildir um þá sem flutt hafa heimili sitt innan sveitarfélagsins. Tilkynna á um flutning eigi síðar en sjö dögum eftir að hann á sér stað en eins og oft vill verða þá getur það farist fyrir og því eru þeir sem ekki hafa þegar gengið frá þeim málum hvattir til að ljúka því hið fyrsta eða fyrir 1.desember n.k..
readMoreNews