Tilkynningar og fréttir

Kynningarfundur - flokkun og endurvinnsla

Kynningarfundur - flokkun og endurvinnsla

Kynningarfundur vegna innleiðingar á endurvinnslutunnum í sveitarfélaginu, verður haldin fimmtudaginn 27. október í félagsheimilinu Hvammstanga frá kl. 18:00-19:00
readMoreNews

Rjúpnaveiði 2016

Fyrirkomulag rjúpnaveiða í eignarlöndum Húnaþings vestra verður með eftirfarandi hætti haustið 2016:
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Fundur um hitaveitu og hitamenningu – frestað til 8. nóvember Fyrirhugaður fundur um hitamenningu sem halda átti í kvöld í félagsheimilinu Víðihlíð er frestað.  Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 8. nóvember nk. kl. 20:30.  
readMoreNews

Viðverutími ferðamálafulltrúa SSNV á Hvammstanga

Viðverutímar ráðgjafa á sviði ferðamála verða sem hér segir:      
readMoreNews

K J Ö R S K R Á

Kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 29. október 2016 liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra, almenningi til sýnis, frá og með 19. október 2016.   Hvammstangi 19. október 2016 Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
readMoreNews

Auglýsing um kjörfund vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október 2016

Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga, 1. hæð. Gengið er inn um nemendainngang að vestan. Bílastæði eru við skólann, íþróttahús og Kirkjuveg.  Þeir sem eiga erfitt með gang geta ekið inn á skólalóð að vestan.
readMoreNews

Frá Byggðasafni: Stund klámsins

Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og fyrirlesari Stund klámsins Fyrirlestraröð Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna með sunnudagskaffinu heldur áfram. Að þessu sinni mun sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir halda fyrirlesturinn stund klámsins. Hún vinnur um þessar mundir að bók um sögu kláms á Íslandi, með sérstakri áherslu á 7. og 8. áratug 20. aldar, en fyrirhugað er að bókin komi út árið 2017. Í fyrirlestrinum mun Kristín Svava fjalla um klámsögu og ritun hennar, ræða ýmis vandkvæði sem geta komið upp við þessa sagnaritun og gera grein fyrir helstu kenningum um sögu kláms, með völdum dæmum úr íslenskri klámsögu frá miðöldum til okkar daga.
readMoreNews

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 29.10.2016

Auglýsing um kjörfund vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október 2016 Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga, 1. hæð.  Athugið nýjan stað kjörfundar.
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

274. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.
readMoreNews

Með sunnudagskaffinu. Fyrirlestur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Núna er komið haust og þá heldur fyrirlestraröð byggðasafnsins áfram. Að þessu sinni mun Sigurjón Baldur Hafsteinsson koma til okkar. Í fyrirlestrinum mun Sigurjón ræða um þá spurningu hvaða erindi hugmyndir um anarkisma eigi við gamalgróna hefð Íslendinga í að byggja og varðveita torfhús. Hann mun fjalla um hvað felst í hugmyndum um anarkisma og gera að því skóna að anarkismi eigi vel við þegar lýsa á hefðum Íslendinga í byggingu og varðveislu torfhúsa
readMoreNews