Tilkynningar og fréttir

Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur

334. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra, verður haldinn fimmtudaginn 10. desember kl. 15:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga.
readMoreNews
Vegleg gjöf til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Vegleg gjöf til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra mánudaginn 7. desember sl. og færði sjóðnum að gjöf kr. 600.000. Ólöf hefur unnið að gerð bútasaumsteppa undanfarin ár og hafa þau verið afar vinsæl bæði innan og utan héraðs. Styrktarfjárhæð Ólafar til Velferðar…
readMoreNews
Viðbygging við grunnskólann á áætlun

Viðbygging við grunnskólann á áætlun

Framkvæmdir við Grunnskóla Húnaþings vestra ganga vel og skólabyggingin rýkur upp. Samið var við Alefli ehf. um uppsteypu, þakvirki og þakeiningar. Uppsteypu er nú lokið og byrjað er að setja upp þakeiningar. Búið er að loka þaki á norðurhluta viðbyggingarinnar og byrjað er á þakvirki á miðhluta hennar. Áætlanir gera ráð fyrir að húsinu verði lokað á þessu ári.
readMoreNews
Tilkynning frá veitustjóra vegna veðurs

Tilkynning frá veitustjóra vegna veðurs

Á næstu dögum samkvæmt veðurspáum má búast við miklum kulda fram yfir helgi sem gæti reynt á hitaveituna. Um 90% af hitaveituvatni er notað til húshitunar og því skiptir afar miklu máli að fólk sé meðvitað um hvernig nýta það sem best. Fólk er hvatt til að gera eftirfarandi: • Hafa glugga l…
readMoreNews
Ljósin tendruð á jólatréinu

Ljósin tendruð á jólatréinu

Í morgun voru ljósin tendruð á jólatréinu okkar við Félagsheimilið á Hvammstanga.
readMoreNews
Heitavatnslaust í Höfðabraut 44 - 50 þriðjudaginn 1 des

Heitavatnslaust í Höfðabraut 44 - 50 þriðjudaginn 1 des

Vegna viðhalds verður lokað fyrir heita vatnið fyrir Höfðabraut 44-50 þriðjudaginn  1 desember frá kl 10.Vonast er til að viðgerðir taki fljótt af og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
readMoreNews
Frá Grunnskóla Húnaþings vestra :

Frá Grunnskóla Húnaþings vestra : "Styrkjum Velferðarsjóðinn"

Gjafa- og starfsmannasjóður Grunnskóla Húnaþings vestra hefur ákveðið að styrkja Velferðarsjóð Húnaþings vestra núna fyrir jólin þar sem ekki hefur verið mögulegt að stefna fólki saman til skemmtunar á COVID tímum.  Við skorum á önnur fyrirtæki og stofnanir í Húnaþingi vestra að styrkja velferðarsjó…
readMoreNews
Heitavatnslaust í hesthúsahverfi Hvammstanga og Laufási

Heitavatnslaust í hesthúsahverfi Hvammstanga og Laufási

Vegna viðhalds verður lokað fyrir heita vatnið fyrir hesthúsahverfið og Laufás í dag 26 Nóvember frá kl 13. Vonast er til að viðgerðir taki fljótt af og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
readMoreNews
Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur

333. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 15:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga.  Dagskrá fundarins er birt á heimasíðu Húnaþings vestra a.m.k. tveim dögum fyrir fund. Hvammstangi 23. nóvember 2020.Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
readMoreNews
Á myndinni eru Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri Húnaþings vestra og Alfreð Alfreðsson einn af …

Umhverfisviðurkenningar 2020

Umhverfisviðurkenningar árið 2020 voru veittar í október s.l.Viðurkenningar hlutu; Sólgarður (Garðavegur 14) og Helguhvammur II.Meira HÉRÁ myndinni eru Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri Húnaþings vestra og María Inga Hjaltadóttir í Helguhvammi.
readMoreNews