Tilkynningar og fréttir

Breyting á aðalskipulagi 2014 - 2026

Byggðaráð Húnaþing vestra samþykkti þann 12.júlí 2022 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 - 2026 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í fjölgun á nýjum efnistökusvæðum ásamt eldri námu við Laugarholt og er þegar raskað svæði við La…
readMoreNews
Unnur Valborg Hilmarsdóttir ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Unnur Valborg Hilmarsdóttir ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Unnur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands (MPA), B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, viðbótardiplomu í rekstri og stjórnun frá EHÍ. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar áður var hún oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún starfaði um árabil við ráðgjöf og námskeiðahald, í eigin fyrirtæki og hjá Dale Carnegie á Íslandi.
readMoreNews
Starf í félagslegri heimaþjónustu

Starf í félagslegri heimaþjónustu

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir laust starf í félagslegri heimaþjónustu í 4 vikur í júlí/ágúst, starfshlutfall er 60% en gæti breyst eftir fjölda heimili. Einnig er möguleiki á ráðningu til frambúðar. Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2022 og umsóknir berist á netfangið henrike@hunathi…
readMoreNews
Íbúakönnun Selasetursins

Íbúakönnun Selasetursins

Selasetur Íslands stendur fyrir könnun til að kynna sér álit samfélagsins á ferðaþjónustu og hvernig hún eigi að þróast á komandi árum. Skannaðu QR kóðann á myndinni og fylltu út spurningarlistann til að láta okkur vita um þitt álit. Hægt er að fá frekari upplýsingar um könnunina á slóðinni https…
readMoreNews

Styrkur til greiðslu fasteignaskatts árið 2022 til félaga og félagasamtaka

Hjá Húnaþingi vestra eru í gildi reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
readMoreNews
Orðsending til kattaeigenda

Orðsending til kattaeigenda

Nú er sá árstími sem að fuglar eru að reyna að koma upp ungum sínum. Kvartað hefur verið yfir því að margir ungar lendi í kattarkjafti. Kattaeigendur eru því beðnir um að fylgjast vel með köttum sínum og sjá til þess að þeir séu merktir og með bjöllur um hálsinn. Minnt er á að í 6. gr. samþykktar um…
readMoreNews
Laust starf ráðgjafa

Laust starf ráðgjafa

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir laust starf í skólaþjónustu og almennri félagsþjónustu. Starfshlutfall er 75%-100% með starfsstöð á Hvammstanga.
readMoreNews

Styrkir vegna aksturs barna í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra greiðir styrki vegna aksturs barna og unglinga sem búa í meira en 12 kílómetra fjarlægð frá æfingastað, tónlistarskóla eða leikskóla.
readMoreNews
JAFNLAUNAVOTTUN 2022-2025

JAFNLAUNAVOTTUN 2022-2025

Á dögunum fékk Húnaþing vestra jafnlaunavottun sem gildir til 5. júní 2025. Jafnlaunavottunin staðfestir að Húnaþing vestra starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við þær kröfur sem settar eru fram í ÍST 85:2012 og taka til allra starfsmanna Húnaþings vestra. Vottunin staðfestir að starfsfólk sveitarfé…
readMoreNews
Staða skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra laus til umsóknar

Staða skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra laus til umsóknar

Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Um 80-100% starf er að ræða með kennsluskyldu. Kennsla í hljóðfæraleik fer fram á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Helstu verkefni og ábyrgð: Veitir tónlistarskólanum faglega forstöðu á sviði tónlistarkennslu Tekur virka…
readMoreNews