Tilkynningar og fréttir

Hjólað í vinnuna

Átakinu hjólað í vinnuna í Húnaþingi vestra er nú lokið. Alls skráðu 11 lið sig til leiks hérna í Húnaþingi vestra. Til fróðleiks má geta að hver keppandi fór að meðaltalið 11.46 km á þeim 13 dögum sem keppnin stóð yfir.
readMoreNews

Þorkell Zakaríasson 100 ára í dag

 Í dag, 29. maí 2015 er afmælisdagur Þorkels Zakaríassonar, eða Kela Zakk eins og hann er jafnan kallaður, sem er elsti núlifandi íbúi Húnaþings vestra  
readMoreNews

Forstöðumaður safna í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns safna í sveitarfélaginu sem er fullt starf.   Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi safna sveitarfélagsins, bókasafni, héraðsskjalasafni, byggðasafni og fjarvinnslustofu,  þjónustu þess og samstarfi við aðila innan og utan sveitarfélagsins.  Safnamál heyrir undir fjármála- og stjórnsýslusvið sveitarfélagsins.  
readMoreNews

skólaslit

Skólastarfi í Grunnskóla Húnaþings vestra 2014 - 2015 verður slitið fimmtudaginn 4. júní kl. 12:00 með athöfn í íþróttahúsinu á Hvammstanga.  Allir velkomnir.  Áætlað er að athöfninni ljúki um kl. 13:00.  Ekki verður skólaakstur á skólaslitadaginn.  
readMoreNews

Kaffihús 9. bekkjar

Kaffihús! Kaffihús! 9. bekkur verður með kræsingar uppi í skóla sem fjáröflun. kl. 13.00-15.00, þriðjudaginn 2. júní. Enginn posi á staðnum. Verð 500 kr.
readMoreNews

Vorfundur fjármálastjóra sveitarfélaganna

Árlegur  vorfundur  SSSFS sem eru samtök starfsmanna á stjórnsýslu og fjármálasviði sveitarfélaga var að þessu sinni haldinn í Húnaþingi vestra dagana 15. og 16. maí sl. Sveitarfélagið Húnþing vestra sá um skipulag og umsýslu fundarins. 
readMoreNews

Vorhátíð Grunnskóla Húnaþings vestra

Vorhátíð Grunnskóla Húnaþings vestra verður þriðjudaginn 2. júní 2015 kl. 13.00 í skólanum á Hvammstanga. Aðgangur er ókeypis
readMoreNews

Sumaropnunartími sundlaugar-og íþróttamiðstöðvar

Sumaropnunartími tekur gildi þann 1. júní nk. og verður sem hér segir 1. júní- 31. ágúst: Mánudaga - föstudaga: 07:00-21:00Laugardaga-sunnudaga:10:00-18:00
readMoreNews

Tilkynning frá sundlaug/íþróttamiðstöð

Sundlaug/íþróttamiðstöð verður lokuð frá klukkan 8:00-15:00 föstudaginn 29. maí nk.
readMoreNews

Kynnisferð um Húnaþing vestra.

Auglýst hefur verið  Kynnisferð um Húnaþing vestra, laugardaginn 30.maí.  (sbr.Sjónaukinn 20.05.2012) Framtaksmenn eru;  Karl Ásgeir Sigurgeirsson leiðsögumaður og Þorbjörn Ágústsson hópferða bílstjóri.   Ferðin er einkum hugsuð til að kynna héraðið, land og sögu, fyrir aðfluttu fólki og einnig þeim sem starfa í ferðaþjónustu, m.a. til að geta leiðbeint hinum sívaxandi fjölda ferðamanna sem sækja okkur heim.  
readMoreNews