Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á ferðinni í Húnaþingi vestra
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi voru á ferðinni í Húnaþingi vestra þann 10. febrúar sl. Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis heimsótti ráðhús sveitarfélagsins og fundaði með sveitarstjóra um helstu áherslur sveitarfélagsins og þau verkefni sem unnið er að. Í framhaldinu voru fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu heimsótt. Einari Kristni Guðfinnssyni er þökkuð góð heimsókn.
Húnaþing vestra óskar eftir að ráða aðila til refa- og minnkaeyðingar í sveitarfélaginu til næstu fjögurra ára. Skipting veiðisvæða verður að mestu leyti með sama hætti og sl. ár.
Sögðu leikskólabörnin á Ásgarði þegar þau komu og heimsóttu Ráðhúsið á degi leikskólans 6. febrúar. Dagurinn er víða haldin hátíðlegur í leikskólum landsins. Tilgangur með deginum er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Laust er til umsóknar starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.