Björn Bjarnason rekstarstjóri á umhverfissviði hefur látið af störfum. Björn hóf störf hjá sveitarfélaginu þann 1. júlí 2019 en hverfur nú til annarra starfa á Suðurlandi.
Sveitarfélagið þakkar Birni vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á 387. fundi sínum þann 9. janúar 2025 framlengingu heimildar til niðurfellingar gatnagerðagjalda nokkurra íbúðarhúsalóða á Hvammstanga og Laugarbakka. Heimildin gildir til 31. desember 2025. Niðurfellingin er í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 5. gr. …