Kynningarfundur á skýrslu um greiningu á friðlýsingakostum í Húnaþingi vestra
Á 1068. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem kannaður var vilji sveitarfélagsins á að unnin yrði úttekt á vegum ráðuneytisins á náttúruverðmætum í sveitarfélaginu. Í bréfinu kom fram að úttektin væri án skuldbindinga en gæti varpað ljósi á tækifæri sem eru fyrir hendi meðal annars með tilliti til hugsanlegrar verndunar.
17.03.2022
Frétt