Grænfáninn í Grunnskóla Húnaþings vestra
Þann 6. janúar s.l. afhenti Orri Páll Jóhannsson fulltrúi Landverndar Grunnskóla Húnaþings vestra Grænfánann sem tákn um framúrskarandi starf að umhverfismálum í skólanum. Unnið hefur verið að þessu marki í nokkur misseri innan skólans en 25. mars 2009 sótti skólinn um að gerast skóli á grænni grein og þá hófst formlegur undirbúningur.
16.01.2012
Frétt